Um skipun og lausn ráðherra Ágúst Geir Ágústsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun