Íslenskur salatbóndi leiðbeinir Kínverjum 12. júlí 2012 07:30 Hafberg Þórisson og Liu Yi Hua Hafberg ræddi við stóreignamanninn og fjárfestinn Liu Yi Hua í Giyjong um hátæknigróðurhús Hafbergs í Reykjavík sem fyrirmynd við uppbyggingu grænmetisræktunar með auknum afköstum og gæðum í Kína. Mynd/Úr einkasafni „Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af hugmyndum þeirra um að láta peninga í þetta verkefni og gera það vel," segir Hafberg Þórisson, eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, sem nýkominn er heim frá Kína þar sem hann ráðlagði heimamönnum um gróðurhúsaræktun. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína heimsótti Lambhaga í maí. Áður höfðu tvær kínverskar sendinefndir heimsótt Hafberg og gróðrarstöðina hans sem þekkt er fyrir Lambhagasalat. Kínverjarnir buðu Hafberg til heimalands síns og þaðan kom hann í síðustu viku eftir rúmlega viku dvöl, fyrst og fremst í Giyjong-héraði. „Þar sýndu þeir okkur hvað þeir eru búnir að gera, hvað þá langar til að gera og hvað er á döfinni," segir Hafberg og útskýrir að þótt Kínverjar séu óhemjugóðir og tæknilega fullkomnir í ræktun hrísgrjóna séu aðferðir þeirra í grænmetisrækt ef til vill ekki nógu afkastamiklar og stundum skorti á gæði. „Nú vilja þeir afkastameiri aðferðir og það er mikill hugur í þeim," segir Hafberg sem átti góðar viðræður við héraðsstjórnina í Giyjong, þar sem stærsta borgin telur 6,5 milljónir íbúa. „Þeir eru mjög velviljaðir því að það sé farið af stað með alvöru verkefni og að það verði gert á sama hátt og hérna hjá mér," segir Hafberg. Kínverjarnir hafi aðallega verið að hugsa um salat. „En ég benti þeim líka á að það er svo margt, margt annað sem þeir geta gert." Hafberg segir heimsóknina hafa komið sér ánægjulega á óvart. „Þeir eru agaðir og mjög umhugað að gera góða hluti, ekki bara í garðyrkju. Vegir og allir innviðir bera vitni um ofboðslegan metnað. Það kom mér mjög á óvart hversu vel hlutunum er stjórnað á þessu svæði," segir garðyrkjubóndinn. Sjálfur er Hafberg einmitt um þessar mundir að betrumbæta eigin framleiðslustöð í Lambhaga. Þar á hann í samvinnu við danska fyrirtækið Danish Greenhouse Supply sem hann kveður það stærsta í Evrópu í framleiðslu tæknibúnaðar í gróðurhús. Danska fyrirtækið taki þátt í verkefninu í Kína og hluti tæknibúnaðarins sé þróaður í Lambhaga þar sem salat er ræktað í lokuðu rými með flugnanetum og tölvustýrðri vatnskælingu. „Það er það sem þeir eru að leita að; að geta stjórnað framleiðslunni til að fá ákveðið magn og gæði á hvern fermetra," segir Hafberg sem á standandi boð um að koma sjálfur til starfa ytra. „Ég er í ágætum málum hérna heima og er ekkert að leita mér að vinnu og benti þeim á að það er til fullt af fólki sem er betra en ég. En ég bauð þeim að vera á hliðarlínunni." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira