Stífna upp og tapa hraða í sprettunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2012 08:00 Helga Margrét tekur hér á því með kúluna á æfingu í gær. Mynd/Daníel Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét. Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta á Norðurlandamóti ungmenna í sjöþraut í Noregi um síðustu helgi. Frestur til að ná Ólympíulágmarki í greininni rennur út 8. júlí en Helga var ekki sátt við frammistöðuna ytra sem skilaði henni þó öðru sæti. „Þetta var ekki nógu gott. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn eftir að hafa komið heim, breytt um æfingar og þjálfara. Svo var grenjandi rigning og rok á laugardeginum sem var ekki til að hjálpa. Þetta small ekki í þetta skiptið en kom mér þó á óvart hve hátt stigaskorið var miðað við hvað mér fannst þrautin illa heppnuð," segir Helga Margrét og er spennt fyrir sínu síðasta tækifæri til að ná lágmarkinu. „Það þarf mjög lítið að takast til þess að ég nái lágmarkinu. Það væri frábær plús en ef ekki held ég bara áfram að berjast í þessu," segir Helga Margrét. Helga Margrét hlaut 5.645 stig um liðna helgi en Íslandsmet hennar frá júní 2009 er 5.878 stig. Ólympíulágmarkið er 5.950 stig og Helga Margrét segir að það vanti upp á úthaldið hjá sér. „Ég stífna alltaf upp og tapa hraða í lokin í 100 og 200 metra hlaupi auk grindarhlaupsins. Við erum að leita að ferskleika, þetta er orðið svolítið vélrænt," segir Helga Margrét sem ætlar að reyna við Ólympíulágmarkið í síðasta sinn helgina 7.-8. júlí. „Ég gæti keppt á móti í Frakklandi en svo eru líka mót í Belgíu og Hollandi. Við erum að skoða hvað hentar mér best." Helga Margrét hlaut á þriðjudaginn 300 þúsund króna styrk auk niðurfellingu 60 þúsund króna skráningargjalds frá Háskóla Íslands. 26 nýnemar við skólann voru verðlaunaðir ýmist fyrir framúrskarandi námsárangur eða árangur á öðru sviði, til dæmis íþrótta. Í tilfelli Helgu Margrétar á bæði við en hún var semídúx frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2011 með 9,83 í meðaleinkunn. „Styrkurinn mun koma sér mjög vel," segir Helga sem segir hvetjandi og gott að vita að háskólanámið standi til boða, en Helga Margrét stefnir á nám í næringarfræði. „Það er auðvitað mikið óvissuástand hjá mér og ég veit ekki hvað tekur við næsta haust," segir Helga sem telur þó líklegra að æfingar samhliða námi í HÍ verði lendingin. „Ég tek einn dag í einu á meðan ég vinn að því að ná Ólympíulágmarkinu. Svo tek ég stöðuna hvað verður í haust," segir Helga Margrét.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira