Forsetinn og "stefnan“ Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun