Heimshreyfing í þágu breytinga Ban Ki-moon skrifar 15. júní 2012 06:00 Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu „lokaskjali" fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga. Rio+20 markar vegamót á langri leið. Sjálfbær þróun komst á dagskrá heimsstjórnmála á hinum fræga Jarðar-fundi árið 1992. Í dag er skilningur okkar breiðari og blæbrigðaríkari á þeirri jafnvægislist sem við þurfum að ná tökum á. Sífellt fleiri jarðarbúar þarfnast þróunar sem hefur að markmiði að skila ávöxtun velmegunar og kröftugs hagvaxtar til allra. Á sama tíma verður að vernda dýrmætustu auðlindir jarðar: land, loft og vatn. Í Rio bætast yfir 100 leiðtogar ríkja og ríkisstjórna í hóp tuttugu og fimm þúsund þátttakenda sem leita réttrar framvindu. Við höfum allt of lengi talið að brennsla og neysla sé eina leiðin til bjargálna. Þessi leið hefur endað í blindgötu. Í Ríó verðum við að leita nýrrar leiðar; nýs vegvísis fyrir 21. aldar hagkerfið. Við höfnum þeirri goðsögn að hagvöxtur þurfi að vera á kostnað umhverfisins. Það er vaxandi skilningur á því að með snjallri stefnumörkun geta ríkisstjórnir eflt hagvöxt, dregið úr fátækt, skapað mannsæmandi störf og hraðað félagslegri þróun með þeim hætti að virðing sé borin fyrir takmörkuðum auðlindum jarðar. Í þessum víðari skilningi held ég að hreyfingin í þágu breytingar verði ekki brotin á bak aftur. Sönnunargögnin eru hvarvetna og leynast ef vel er að gáð á meðal stórra þjóða og smárra, ríkra jafnt sem fátækra. Mörg ríki hafa tekið „grænan vöxt" upp á sína arma sem felur í sér að nota takmarkaðar náttúrulegar auðlindir á skilvirkari hátt til að skapa störf og efla kolefnasnauða þróun. Kína hefur skuldbundið sig til að sækja sextán prósent orkuþarfar sinnar til endurnýjanlegra orkugjafa fyrir 2020 og stefnir að því að fjárfesta fyrir andvirði 450 milljarða Bandaríkjadala í endurnýtingu sorps og hreinni tækni í nýjustu fimm ára áætlun sinni. Í Brasilíu skapar endurnýting sorps meir en hálfa milljón starfa, aðallega á meðal þeirra sem höllustum standa fæti. Indland borgar nú fólki fyrir að nýta betur náttúrulegar auðlindir svo sem skóga og ferskvatn. Ríkisstjórnir og þjóðríki eru ekki ein á báti. Yfir þúsund oddvitar úr atvinnulífinu frá öllum heimshornum koma saman í Ríó og tala einum rómi: við getum ekki látið sem ekkert sé. Orkumál verða í öndvegi í Ríó. Ég hef kallað orkumál „gullna þráðinn" sem hnýtir saman hina sjálfbæru framtíð. Orka er lykilinn að þróun, félagslegri samheldni og verndun umhverfisins, þar á meðal lotslagsbreytingum. Af þessum sökum hleypti ég af stokkunum árið 2011, frumkvæði sem nefnist Sjálfbær orka fyrir alla. Markmið okkar er að tryggja þeim fimmtungi jarðarbúa sem ekki njóta þess þegar að fá aðgang að nútíma orkuþjónustu. Þetta ber að gera með því að draga úr orkusóun, með því tvöfalda skilvirka nýtingu og tvöfalda hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun á heimsvísu. Sjálfbær orka fyrir alla er fyrirmyndar félagsskapur í þágu framtíðarinnar. Grundvallarhugmyndin er einföld en áhrifarík: Sameinuðu þjóðirnar nota einstætt afl sitt til að fylkja liði í þágu almannahagsmuna. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt það sem Rio+20 snýst um. Já, vissulega eru samningaviðræðurnar þýðingarmiklar. Samkomulag þar sem skuldbindingar hafa verið færðar til bókar, mótar umræður morgundagsins. En Rio+20 er meira en þetta eða tjáning öflugrar hreyfingar í þágu breytingar og stórt skref í átt til þeirrar framtíðar sem við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Skoðanir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í næstu viku munu veraldarleiðtogar hittast að máli á þýðingarmiklum fundi, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Rio de Janeiro. Verður þetta árangursríkur fundur? Að mínu mati, já. Samningaviðræður hafa staðið yfir lengi. Meira að segja á þessari stundu er meiru ólokið en gengið hefur verið frá í svokölluðu „lokaskjali" fundarins. Á hinn bóginn er lokaskjalið í raun ekki einhlítur mælikvarði á árangur. Mest er um vert að Rio ráðstefnan hefur þegar skilað umtalsverðum árangri. Og sá árangur er að skapa heimshreyfingu í þágu breytinga. Rio+20 markar vegamót á langri leið. Sjálfbær þróun komst á dagskrá heimsstjórnmála á hinum fræga Jarðar-fundi árið 1992. Í dag er skilningur okkar breiðari og blæbrigðaríkari á þeirri jafnvægislist sem við þurfum að ná tökum á. Sífellt fleiri jarðarbúar þarfnast þróunar sem hefur að markmiði að skila ávöxtun velmegunar og kröftugs hagvaxtar til allra. Á sama tíma verður að vernda dýrmætustu auðlindir jarðar: land, loft og vatn. Í Rio bætast yfir 100 leiðtogar ríkja og ríkisstjórna í hóp tuttugu og fimm þúsund þátttakenda sem leita réttrar framvindu. Við höfum allt of lengi talið að brennsla og neysla sé eina leiðin til bjargálna. Þessi leið hefur endað í blindgötu. Í Ríó verðum við að leita nýrrar leiðar; nýs vegvísis fyrir 21. aldar hagkerfið. Við höfnum þeirri goðsögn að hagvöxtur þurfi að vera á kostnað umhverfisins. Það er vaxandi skilningur á því að með snjallri stefnumörkun geta ríkisstjórnir eflt hagvöxt, dregið úr fátækt, skapað mannsæmandi störf og hraðað félagslegri þróun með þeim hætti að virðing sé borin fyrir takmörkuðum auðlindum jarðar. Í þessum víðari skilningi held ég að hreyfingin í þágu breytingar verði ekki brotin á bak aftur. Sönnunargögnin eru hvarvetna og leynast ef vel er að gáð á meðal stórra þjóða og smárra, ríkra jafnt sem fátækra. Mörg ríki hafa tekið „grænan vöxt" upp á sína arma sem felur í sér að nota takmarkaðar náttúrulegar auðlindir á skilvirkari hátt til að skapa störf og efla kolefnasnauða þróun. Kína hefur skuldbundið sig til að sækja sextán prósent orkuþarfar sinnar til endurnýjanlegra orkugjafa fyrir 2020 og stefnir að því að fjárfesta fyrir andvirði 450 milljarða Bandaríkjadala í endurnýtingu sorps og hreinni tækni í nýjustu fimm ára áætlun sinni. Í Brasilíu skapar endurnýting sorps meir en hálfa milljón starfa, aðallega á meðal þeirra sem höllustum standa fæti. Indland borgar nú fólki fyrir að nýta betur náttúrulegar auðlindir svo sem skóga og ferskvatn. Ríkisstjórnir og þjóðríki eru ekki ein á báti. Yfir þúsund oddvitar úr atvinnulífinu frá öllum heimshornum koma saman í Ríó og tala einum rómi: við getum ekki látið sem ekkert sé. Orkumál verða í öndvegi í Ríó. Ég hef kallað orkumál „gullna þráðinn" sem hnýtir saman hina sjálfbæru framtíð. Orka er lykilinn að þróun, félagslegri samheldni og verndun umhverfisins, þar á meðal lotslagsbreytingum. Af þessum sökum hleypti ég af stokkunum árið 2011, frumkvæði sem nefnist Sjálfbær orka fyrir alla. Markmið okkar er að tryggja þeim fimmtungi jarðarbúa sem ekki njóta þess þegar að fá aðgang að nútíma orkuþjónustu. Þetta ber að gera með því að draga úr orkusóun, með því tvöfalda skilvirka nýtingu og tvöfalda hlut endurnýjanlegrar orku í orkunotkun á heimsvísu. Sjálfbær orka fyrir alla er fyrirmyndar félagsskapur í þágu framtíðarinnar. Grundvallarhugmyndin er einföld en áhrifarík: Sameinuðu þjóðirnar nota einstætt afl sitt til að fylkja liði í þágu almannahagsmuna. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt það sem Rio+20 snýst um. Já, vissulega eru samningaviðræðurnar þýðingarmiklar. Samkomulag þar sem skuldbindingar hafa verið færðar til bókar, mótar umræður morgundagsins. En Rio+20 er meira en þetta eða tjáning öflugrar hreyfingar í þágu breytingar og stórt skref í átt til þeirrar framtíðar sem við viljum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun