Opið bréf til bæjarstjórans í Kópavogi Skafti Þ. Halldórsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Ágæti bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: „Við skárum niður alls konar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Með öðrum orðum sameining skólans míns fyrrverandi, Digranesskóla, og Hjallaskóla í Álfhólsskóla er réttlæting þess að þú eigir rétt á 23% launaleiðréttingu, svo að nú hefur þú eina og hálfa milljón í laun. Það vill svo til að ég vann að þessari sameiningu ásamt með öðru starfsfólki Álfhólsskóla. Ég varð aldrei var við viðveru þína í því ferli. Ég stóð aftur á móti í því streði og stend enn. Í Digranesskóla var ég deildarstjóri í deild þar sem voru 130 nemendur og 15 kennarar. Nú stýri ég deild í Álfhólsskóla þar sem eru 450 nemendur og í kringum 50 kennarar. Ég mæti upp úr klukkan 7.30 á morgnana og fer þegar ég get ekki meira. Ég fæ sjaldan kaffitíma og borða oftast nær á hlaupum. Ég sinni nú starfi sem fjórir stjórnendur sinntu áður. Ef til vill var það ofmannað og vel í lagt – lúxus eins og þú segir í blaðinu, fitan sem skorin var í burtu. Við þessa aukningu á starfi jukust laun mín að ég held um tvo launaflokka, u.þ.b. 6%. Ég næ samt engan veginn þriðjungi þinna launa. Þar vantar töluvert upp á. Ég tel því að ég hafi verið verulega hlunnfarinn í þessari sameiningu og vil þess vegna fá þessa 23% launahækkun á þínum launakjörum því að þú vannst ekki fyrir henni heldur ég. Ef þú treystir þér ekki til þess að láta mig fá launahækkunina þína eða koma fram með aðra og síður móðgandi réttlætingu á henni hvet ég til að þú kallir mig á þinn fund þegar þú ert lentur og segir við mig þessi fleygu orð: Þú ert drekinn! Því sannarlega er ég og aðrir stjórnendur Álfhólsskóla drekinn sem dregur þann vagn sem þú réttlætir launaleiðréttingu þína með. Svo má líka misskilja þessi orð. Eða láta þau hafa aðra merkingu og mundi ég ekki sýta það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Ágæti bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil þakka þér fyrir kveðjurnar sem þú sendir okkur skólamönnum undir þinni stjórn í tilefni af því að þú fékkst 23% launahækkun. Þú orðaðir það raunar svo og réttlættir þessa launahækkun eða leiðréttingu með eftirfarandi orðum í DV þann 10. júní: „Við skárum niður alls konar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Með öðrum orðum sameining skólans míns fyrrverandi, Digranesskóla, og Hjallaskóla í Álfhólsskóla er réttlæting þess að þú eigir rétt á 23% launaleiðréttingu, svo að nú hefur þú eina og hálfa milljón í laun. Það vill svo til að ég vann að þessari sameiningu ásamt með öðru starfsfólki Álfhólsskóla. Ég varð aldrei var við viðveru þína í því ferli. Ég stóð aftur á móti í því streði og stend enn. Í Digranesskóla var ég deildarstjóri í deild þar sem voru 130 nemendur og 15 kennarar. Nú stýri ég deild í Álfhólsskóla þar sem eru 450 nemendur og í kringum 50 kennarar. Ég mæti upp úr klukkan 7.30 á morgnana og fer þegar ég get ekki meira. Ég fæ sjaldan kaffitíma og borða oftast nær á hlaupum. Ég sinni nú starfi sem fjórir stjórnendur sinntu áður. Ef til vill var það ofmannað og vel í lagt – lúxus eins og þú segir í blaðinu, fitan sem skorin var í burtu. Við þessa aukningu á starfi jukust laun mín að ég held um tvo launaflokka, u.þ.b. 6%. Ég næ samt engan veginn þriðjungi þinna launa. Þar vantar töluvert upp á. Ég tel því að ég hafi verið verulega hlunnfarinn í þessari sameiningu og vil þess vegna fá þessa 23% launahækkun á þínum launakjörum því að þú vannst ekki fyrir henni heldur ég. Ef þú treystir þér ekki til þess að láta mig fá launahækkunina þína eða koma fram með aðra og síður móðgandi réttlætingu á henni hvet ég til að þú kallir mig á þinn fund þegar þú ert lentur og segir við mig þessi fleygu orð: Þú ert drekinn! Því sannarlega er ég og aðrir stjórnendur Álfhólsskóla drekinn sem dregur þann vagn sem þú réttlætir launaleiðréttingu þína með. Svo má líka misskilja þessi orð. Eða láta þau hafa aðra merkingu og mundi ég ekki sýta það.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar