Skemmdarverk Skúli Helgason skrifar 6. júní 2012 06:00 Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði. ASÍ áskilur sér rétt til að leita réttar síns fyrir dómstólum enda liggur undir lítt dulbúin hótun LÍÚ um að þessi kyrrsetning sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal og því viðbúið að kjör landverkafólks í fiskvinnslu víða um land muni skerðast ef svo heldur fram sem horfir. Þessar nýjustu aðgerðir koma í kjölfarið á linnulausri auglýsingaherferð LÍÚ sem hefur beitt amerískum áróðursbrögðum til að reyna að koma í veg fyrir breytingar á því kerfi sem hefur malað útgerðarmönnum gull í þrjá áratugi. Deilan snýst í raun um hvort þjóðin eigi að njóta eignarhalds á auðlind sinni eða hvort auðlindaarðurinn, sem undanfarin ár hefur numið tugum milljarða og fer vaxandi, eigi áfram að renna meira og minna óskiptur til greinarinnar og þá einkum útgerðarmanna. Það er athyglisvert að hafa í huga forsögu þessa máls og tilurð kvótakerfisins á sínum tíma. Þar er lýsandi þessi frásögn manns sem var í hringiðu atburðanna í árslok 1983 þegar kvótakerfinu var komið á. „Kvótakerfinu var komið á með hraði um áramótin 1983-4. Það var sett á fót án þess að umtalsverð umræða færi fram á vettvangi stjórnmálanna eða í sjávarútvegsráðuneytinu. Hins raunverulega uppruna kvótakerfisins þarf ekki að leita langt yfir skammt. Fiskiþing gerði samþykkt um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar haustið 1983 þar sem sjónarmið Landssambands íslenskra útvegsmanna varð ofan á. Landvinnslan og þeir sem vildu að fiskveiðiheimildir fylgdu byggðum urðu undir. Í þessari samþykkt fiskiþings er að finna ákvæðin sem kvótakerfið byggist raunverulega á. Þegar hagsmunaaðilar í útgerð höfðu komið sér saman um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi treystu stjórnmálamenn sér ekki til að ganga gegn þeirri niðurstöðu. Halldór Ásgrímsson studdi stefnu LÍÚ og féllst á rök útgerðarmanna fyrir kvóta á skip." Svo mörg voru þau orð Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og sjávarútvegsráðherra á árunum 1980-1983, í ævisögu sinni. Frásögnin staðfestir að kvótakerfið var skilgetið afkvæmi LÍÚ sem berst nú með kjafti og klóm gegn því að gerðar verði breytingar á því í þá átt að þjóðin fái sanngjarna hlutdeild í auðlindaarðinum og aukins jafnræðis verði gætt við úthlutun tímabundinna nýtingarleyfa. Þar skal ekkert til sparað en forsvarsmenn LÍÚ skulu hafa í huga að hótanir, ofbeldi og skemmdarverk eru ekki vænlegar aðferðir til að ná samkomulagi í deilumálum sem varða mikilvægustu hagsmuni þjóðarinnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur mun ekki láta kúga sig til hlýðni í fiskveiðistjórnunarmálinu eins og ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu í áratugi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun