Ný barnalög í augsýn Ögmundur Jónasson skrifar 5. júní 2012 06:00 Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar