Ný barnalög í augsýn Ögmundur Jónasson skrifar 5. júní 2012 06:00 Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar