
Enn um Landspítalann
Í grein Jóhannesar Gunnarssonar er miklu rými varið í að vitna í meira en tveggja áratuga gömul ummæli mín - en svör engin gefin. Í síðari grein sinni vísar hann spurningu einfaldlega frá sér. Í greinum Ólafs Baldurssonar og Kristjáns Erlendssonar er álíka miklu rými varið í að ræða gæði íslenska heilbrigðiskerfisins og Lsp. Ég spurði ekki um það. Það veit ég. Þessi viðbrögð eru hins vegar dæmigerð um viðbrögð Íslendinga þegar þeir eru beðnir um að ræða kjarna máls. Málum drepið á dreif.
Af hverju spurt?Af hverju er spurt? Um margra ára skeið hafa ekki verið til fjármunir til nauðsynlegs viðhalds á byggingum Lsp. Sumir hlutar þeirra halda hvorki vatni né vindi. Dýr en bráðnauðsynlegur tækjabúnaður er kominn langt fram yfir áformaðan endingartíma – en hvorki hægt að endurnýja né kaupa nýtt. Starfsfólki hefur stórum fækkað vegna fjárskorts, yfirvinna bönnuð og dregið hefur stórlega úr þjónustu með tímabundnum og varanlegum lokunum – nú síðast á Grennsásdeild. Forstjóri Lsp segir sjálfur að grunnþjónustu spítalans sé í hættu stefnt. Þegar svo er ástatt um fjárhag þjóðarinnar er tilkynnt að til standi miklar byggingaframkvæmdir við nýjan spítala sem allt eigi að fjármagna með lánum! Núverandi stjórnunarkynslóð ætlar að byggja. Komandi stjórnunarkynslóðir eiga að borga!
Er ekki hverjum og einum sanngjörnum manni ljóst, að við þessar aðstæður hljóta að vakna spurningar um hvað vera eigi í kassanum. Yfir hvað er verið að byggja?
Vita en vilja ekki svaraLæknarnir þrír vita nákvæmlega hve mikils fjár er vant til þess að hægt sé að sinna í hinni nýju byggingu með fullnægjandi hætti þeirri þjónustu, sem Lsp berst við að viðhalda í dag. Hvað þarf til þess af nýjum tækjum og búnaði, hvað um þann mannskap, sem spítalinn hefur misst vegna fjárskorts en þarf á að halda og hve mikið rekstrarfé vantar sem ekki hefur fengist í dag? Er það trúverðugt að til standi að búa hið nýja húsnæði sömu úr sér gengnu tækjum og Lsp þarf að sætta sig við og að mannskapurinn verði áfram jafn takmarkaður, vinnnálagið illbærilegt og öll yfirvinna bönnuð?
Í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 2007 segir, að Lsp/háskólasjúkrahús eigi að sinna því sem næst öllum sérgreinum í læknis- og hjúkrunarfræðum sem spítalinn gerir ekki í dag eins og þeir Ólafur og Kristján benda réttilega á. Læknarnir þrír hljóta að vita hvort í byggingaáformunum sé ráðgert að bæta fleiri sérgreinum læknisfræði við verksvið Lsp og þá hvað þarf til þess af viðbótarbúnaði og viðbótarmannskap og hvaða viðbót í rekstrarfjárframlögum.
Í sömu lögum segir að Lsp/háskólasjúkrahús eigi svo að sjá fyrir þörfum um menntun sérfræðinga, í sem flestum greinum læknis- og hjúkrunarfræða, en sú menntun er nú sótt til útlanda, kostuð af erlendum þjóðum og veitt á háskólaspítulum milljónaþjóða þar sem nægilega mörg flókin og erfið úrlausnarefni bjóðast til þess að unnt sé að þjálfa sérfræðinga til þess að fást við flóknustu viðfangsefni sinnar sérgreinar. Slíka aðstöðu býður Lsp ekki. Læknarnir þrír hljóta hins vegar að vita hvort þrátt fyrir það sé ætlunin að hefja þar sérfræðinám í einhverjum og þá í hvaða nýjum sérgreinum læknisfræði eins og kveðið er á um í lögunum frá 2007. Hvað þurfi til þess og hvað það kosti.
Vísar frá sérÖllum hlýtur að vera ljóst, að í jafn viðamiklum áformum og felast í byggingu nýs Landspítala hljóta að felast áform um breytingu og uppstokkun á sjúkrahúsaþjónustu á Íslandi. Spítalanum hlýtur að vera ætlað að sjá um a.m.k. flestar þær aðgerðir, sem nú eru stundaðar á öðrum sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Jóhannes Gunnarsson vísar hins vegar þessari spurningu frá sér. Vill að ráðuneytið svari. Hvers vegna? En gott og vel. Þá væntanlega svarar það – mér og Jóhannesi. Er nokkur áhætta fólgin í því að opna umræðu um málið á grundvelli fyrirliggjandi gagna?
Þetta eru spurningarnar, sem ég hef spurt en ekki fengið svar við. Jóhannes hefur boðið mér að koma á fund þeirra Lsp-manna. Ég þakka gott boð. Vænti þá þess að fá svörin við spurningum mínum þar – en ekki frásagnir um eitthvað allt annað.
Tengdar fréttir

"Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins“
Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöfurmannlega kjarnann frá tittlingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurningar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá sennilega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu.

Svar við bréfi Sighvats
Í stuttri grein Sighvats Björgvinssonar í Fréttablaðinu 24. maí sl. þar sem hann þakkar fyrir svar mitt við grein hans í sama blaði mánudaginn 21. maí ber hann enn fram nokkrar spurningar sem sjálfsagt er að svara.
Skoðun

Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri
Kristján Kristjánsson skrifar

Bætt réttindi VR félaga frá áramótum
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar