Bætt aðgengi að starfsnámi Björgvin G. Sigurðsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. Með þetta að leiðarljósi er allsherjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp menntamálaráðherra um vinnustaðanámssjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfsnáms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámsjóð. Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum verulega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar. Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verklega þjálfun af öðru tagi. Vandkvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrirtæki til þess að taka nema í vinnustaðanám. Vinnustaðanámssjóður kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur. Samkvæmt eðli máls fer starfsnám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnustað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms en með tilkomu sjóðsins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms. Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slíkar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verklegu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaðanámið að sér með aðkomu skólans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomulag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálfun og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun. Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaðanámssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. Með þetta að leiðarljósi er allsherjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp menntamálaráðherra um vinnustaðanámssjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfsnáms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámsjóð. Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum verulega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar. Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verklega þjálfun af öðru tagi. Vandkvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrirtæki til þess að taka nema í vinnustaðanám. Vinnustaðanámssjóður kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur. Samkvæmt eðli máls fer starfsnám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnustað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms en með tilkomu sjóðsins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms. Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slíkar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verklegu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaðanámið að sér með aðkomu skólans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomulag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálfun og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun. Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaðanámssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar