Forseti og siðferði Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 19. maí 2012 06:00 Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Í samfélögum Vesturlanda nú á dögum eru tvær valdamiðstöðvar helstar. Önnur er á vettvangi stjórnmálanna en hin í viðskiptalífinu, meðal atvinnurekenda. Hún minnir nú á sig daglega í fjölmiðlum okkar með auglýsingum útvegsmanna, sem verða þó ekki til umræðu hér. Það skiptir almenna borgara miklu hvernig samskiptum þessara tveggja miðstöðva er háttað á hverjum tíma. Þannig finnst flestum eðlilegt að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar láti sig varða gengi atvinnulífsins og jafnvel einstakra atvinnugreina ef gætt er hófs og jafnræðis og spilling kemst ekki að. Öðru máli gegnir um það þegar stjórnmálamenn fara að skipta sér af einstökum fyrirtækjum. Slíkt er bæði óviðeigandi vegna jafnræðis og felur í sér skammsýni og spillingarhættu. Gott dæmi um óheppileg afskipti stjórnmálamanna af einstökum einkafyrirtækjum felst í herferð forsætisráðherra landsins fyrir áratug gegn einu stærsta fyrirtæki landsins sem hefur notið hylli neytenda en mátti síðar lúta í duftið ásamt mörgum öðrum. Þar var ráðherrann að stíga inn á leikvöll þar sem hann átti ekki heima samkvæmt umboði þjóðarinnar. Annað dæmi gerðist þegar forseti landsins tók að vingast við tiltekna víkinga sem kenndir eru við útrás, mæra sérstaka hæfni þeirra í hástemmdum ræðum, tengja meint afrek þeirra við „rætur íslenskrar menningar" og veita þeim heiðursmerki þjóðarinnar. Um það og annað þessu tengt má lesa nánar í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010 (um forsetann sérstaklega í kafla II.4 í 8. bindi). Hvaða úrræði hefur almenningur í landinu þegar ráðamönnum verður fótaskortur með þessum hætti? Við höfum vitaskuld kjörseðilinn en það er því miður ekki nóg, eins og dæmin sanna. Annað úrræði sem okkur stendur til boða er að smíða siðareglur, leiðarljós til að skerpa vitund og viðmið, ígrundaðar reglur sem flestum þykja sjálfsagðar þegar þær eru komnar á blað en geta engu að síður haft mikil og æskileg áhrif, bæði meðan þær eru í mótun og eftir að þær taka gildi. Frambjóðendur sem gefa nú kost á sér í forsetakjöri virðast hafa mismunandi skoðanir á því hvort æskilegt sé að setja forsetaembættinu siðareglur, meðal annars með hliðsjón af reynslu fortíðarinnar. En forseti sem er meðmæltur þessu framfaramáli stuðlar þar með að því að hann og foresetaembættið verði það sameiningartákn sem sundruð og vondauf þjóð þarf á að halda um þessar mundir.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun