Að varðveita sögu allra Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun