Að varðveita sögu allra Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. maí 2012 06:00 Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi og það hefur orðið á margan hátt litríkara, umburðarlyndara og fjölbreyttara. Það er ekki síst að þakka þeim fjölda fólks sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum og auðgað mannlíf okkar og menningu. Íslendingum af erlendum uppruna hefur á þessum tíma fjölgað, áhrif þeirra hafa aukist og þeir verða sífellt mikilvægari hluti af sögu og menningu Íslands. Þeir hafa komið sem einstaklingar eða í hópnum, fest rætur og byggt líf sitt upp hér. Fortíð þeirra og ástæður komu er mismunandi en þeir hafa tekið með sér sína menningu og reynslu sem blandast smátt og smátt saman við heim okkar sem fyrir vorum. Saga þeirra er orðin samofin sögu Íslands. Því miður hefur ekki mikið varðveist í skjölum af heimildum um fólk sem hefur flust til Íslands frá öðrum löndum, fortíð þeirra, líðan eftir að þeir komu til landsins og hvernig þeim gekk að aðlagast íslenskum aðstæðum. Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt taka við skjalasöfnum einstaklinga og hafa einungis örfá skjalasöfn Íslendinga af erlendum uppruna ratað inn til þeirra. Mikilvægt er að saga þeirra sé skráð og varðveitt til þess að við skiljum betur aðstæður þeirra og fortíð en ekki síður að varðveittar séu heimildir um líf þeirra eftir komuna til Íslands. Við þurfum að hafa heimildir fyrir framtíðina til að geta kafað dýpra en einungis að hafa svör við spurningunni sígildu „How do you like Iceland?" Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur áhuga á að varðveita þessa sögu með því að fá skjöl fólks af erlendum uppruna til varðveislu. Bæði getur verið um að ræða skjöl einstaklinga, fjölskyldna þeirra og ekki síður félaga innflytjenda. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi eða ljósmynd til stærri safna og bæði frá árunum áður en flutt var til Íslands sem og frá tímanum eftir komu til landsins. Þau verða skráð og varðveitt í skjalageymslu safnsins gefanda að kostnaðarlausu. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða þau í ákveðinn tíma án leyfis viðkomandi. Þjóðerni, atvinna eða aldur skiptir ekki máli og heldur ekki á hvaða tungumáli skjölin eru. Skjöl eru til dæmis handskrifuð bréf, útprentun á tölvubréfum, dagbækur, póstkort, tækifæriskort, heimilisbókhald, ljósmyndir og aðrar heimildir um líf einstaklinga. Sömuleiðis væri fróðlegt að fá sendar frásagnir, á hvaða formi sem er, af því hvernig er að setjast að á Íslandi og sögur af bakgrunni innflytjenda. Hægt er að senda þær merktar eða nafnlaust til safnsins. Skjöl Reykvíkinga af erlendum uppruna eru mikilvæg til að hægt sé að skrá og varðveita sögu þeirra, sem einstaklinga og hóps, fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef saga þeirra glataðist. Skjölin verða varðveitt fyrir komandi kynslóðir til fræðslu, rannsókna og upplýsingar. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl, eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns og kanna hvort það vilji fá skjölin til varðveislu. Utan Reykjavíkur taka héraðsskjalasöfn á hverju svæði skjöl til varðveislu. Til að fá nánari upplýsingar hafið samband í síma 4116060, sendið póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða komið á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 10 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík. Safnið getur útvegað túlkaþjónustu ef þess er óskað.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun