Um smálán Árni Páll Árnason skrifar 10. maí 2012 06:00 Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Allt frá því að smálánafyrirtæki hófu innreið sína á íslenskan lánamarkað höfum við leitað leiða til að koma böndum á starfsemi þeirra og skapa henni eðlileg mörk. Í fyrra lagði ég fram frumvarp þess efnis, sem dagaði uppi á Alþingi. Þá hófst í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undirbúningur að því að regla starfsemi smálánafyrirtækjanna innan ramma nýrra laga um neytendalán, eins og nú er lagt til í nýju frumvarpi. Það er mikilvægt að muna hvers vegna ástæða er til að setja hömlur á umsvif smálánafyrirtækja. Lærdómur okkar af nýafstöðnu hruni og útlánabólu í aðdraganda þess á að vera sá að við krefjum fjármálafyrirtæki um ábyrga viðskiptahætti. Við viljum ekki að fólk sé hvatt til ofskuldsetningar. Við viljum að lán séu einungis veitt þeim sem gerir sér glögga grein fyrir ábyrgðinni sem í lántökunni felst og að vaxtakjör og skilmálar séu öllum ljósir. Við vitum nefnilega af fenginni reynslu að lán getur verið bölvað ólán. Smálánafyrirtækin gera ekkert af þessu. Þau lána ekki til verðmætamyndunar, heldur til að bjarga neysluþörf fyrir horn. Lánað er til stutts tíma með gríðarlegum okurvöxtum. Ekki er kannaður bakgrunnur lántaka og í auglýsingum er lögð áhersla á einfaldleika og tafarlausa afgreiðslu allan sólarhringinn. Beint er þannig höfðað til þeirra sem ekki hafa forsendur til að meta afleiðingar lántökunnar og til þeirra sem eru orðnir uppiskroppa með skotsilfur á öldurhúsi um miðja nótt. Hámarksupphæð sem veitt er að láni í hvert skipti er svo lág að allar líkur eru á að foreldrar og aðstandendur hlaupi undir bagga með skuldurum, ef þeir eru ekki í færum til að standa skil á okurvöxtunum. Þannig getur svikamyllan haldið áfram. Nú reynir á að Alþingi stemmi þessa á að ósi.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun