Fjölmiðill í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 28. apríl 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp mitt til laga um Ríkisútvarpið. Með því er mörkuð sú stefna að Ríkisútvarpið leggi megináherslu á það hlutverk sitt að veita fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Af því leiðir að samfélagslegt hlutverk þess er í forgrunni en viðskiptasjónarmið verða víkjandi. Er þetta í samræmi við það grundvallarsjónarmið sem ríkt hefur í starfsemi ríkisrekinna fjölmiðla annars staðar á Norðurlöndum og víðar, t.d. í Bretlandi, og hefur skapað þeim sérstöðu og traust umfram aðra fjölmiðla. Með frumvarpinu er tekin sú afstaða að Ríkisútvarpið sé ein af helstu stoðum lýðræðissamfélagsins. Því hlutverki sinnir það með því að veita landsmönnum upplýsingar sem þeir geta treyst að þjóni almannahagsmunum en ekki sérstökum sjónarmiðum eða hagsmunahópum, stjórnmálasamtökum eða einstaklingum. Með því móti gerir Ríkisútvarpið fólki kleift að móta skoðanir sínar og draga ályktanir út frá réttum upplýsingum, að því marki sem það er mögulegt. Til að tryggja ritstjórnarlegt sjálfstæði dagskrárgerðar Ríkisútvarpsins gagnvart viðskiptalegum sjónarmiðum gerir frumvarpið ráð fyrir að stofnað verði sérstakt dótturfélag um þá starfsemi Ríkisútvarpsins sem fellur utan fjölmiðlaþjónustu þess í almannaþágu, m.a. sölu auglýsingarýmis. Er einnig kveðið á um að það birti verðskrá vegna sölu á auglýsingarými í dagskrá. Þá verða settar takmarkanir á lengd auglýsingatíma og auglýsingar í miðjum dagskrárliðum gerðar óheimilar. Með þessu er einnig komið til móts við þau sjónarmið að draga eigi úr vægi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með frumvarpinu er menningarhlutverk Ríkisútvarpsins skilgreint nánar en verið hefur og út frá því að Ríkisútvarpið sé ein helsta menningarstofnun landsins. Í því felst að Ríkisútvarpið býður fjölbreytt og vandað menningar- og afþreyingarefni og fjallar um ólík svið íþrótta, lista og menningarlífs á Íslandi og erlendis, auk þess að vera vettvangur umræðna og skoðanaskipta um íslenska menningu og samfélag. Í því samhengi er mikilvægt að hugað sé sérstaklega að þörfum barna og ungmenna. Það er einnig hlutverk Ríkisútvarpsins að leggja rækt við íslenska tungu og kynna sögu þjóðarinnar, menningararfleifð og náttúru. Þá er gert ráð fyrir að Ríkisútvarpið verði virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, meðal annars með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. Fleira mætti nefna en það er von mín að ný lög um Ríkisútvarpið styrki enn frekar grunn þess og hlutverk sem fjölmiðill í almannaþágu.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun