Mikilvægt er að fá nýjan línuhraðal fyrir krabbameinsmeðferð á Landspítala 27. apríl 2012 06:00 Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun