Ég er rasisti Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 21. mars 2012 06:00 Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?"
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun