Gengst við mistökum 16. mars 2012 07:00 Lögreglan kynnti innri rannsókn sína fyrir fjölmiðlum í gær. Lögreglustjórinn Øystein Mæland baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar. nordicphotos/afp Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira