Gengst við mistökum 16. mars 2012 07:00 Lögreglan kynnti innri rannsókn sína fyrir fjölmiðlum í gær. Lögreglustjórinn Øystein Mæland baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar. nordicphotos/afp Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira