Ónóg vernd gegn mismunun Baldur Kristjánsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar