Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Gartners frá því í gær. Síðustu ár hefur fyrirtækið fylgst með og rannsakað þróun mála í tæknigeiranum.
Samkvæmt Gartner er afar ólíklegt að það muni draga úr vinsældum PC-tölvunnar, sem í dag er vinsælasta raftæki veraldar. Stórsókn snjallsíma og spjaldtölva undanfarið kemur þó til með að hafa áhrif á velgengni borð- og fartölvunnar.

Vinsældir Facebook og Twitter munu halda áfram að aukast samkvæmt Gartner. Því fer þó fjarri að miðlarnir tveir muni ráða lögum og lofum. Miðlar á borð við Instagram, FourSquare, Path og Mocospace, munu auka markaðshlutdeild sína verulega.
Gartner gerir ráð fyrir að um einn milljarður manna muni nota samskiptamiðla með hjálp snjallsíma eða spjaldtölva fyrir árið 2015.