Pistorius missti af gullinu | Ósáttur við gervifætur keppinautanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2012 08:00 Pistorius óskar Oliveira til hamingju að loknu hlaupinu. Nordicphotos/getty Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka. Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Fleiri fréttir Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Sjá meira