Mikill viðbúnaður við dómshúsið í Moskvu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2012 18:45 Pussy Riot í dómsal í dag mynd/afp Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv. Andóf Pussy Riot Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Tveggja ára fangelsisvist bíður nú þremenninganna í pönkhljómsveitinni Pussy Riot. Þær voru fundar sekar um að hafa raskað almannafriði í Moskvu í dag en dómsúrskurðinum hefur víða verið mótmælt. Konurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot voru dæmdar til tveggja ára fangelsisvistar í dag. Þær voru fundar sekar um óeirðir og guðlast. Konurnar stóðu fyrir pönkbæn í dómirkju í Moskvu í febrúar. Þar sungu þær mótmælasöngva og beindust þeir að rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútin til forseta Rússlands. Konurnar hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Í dómkirkjunni biðluðu konurnar til Maríu meyjar um að bjarga Rússlandi frá Pútín en hann var kjörinn til embættis forseta tveimur vikum eftir að konurnar voru handteknar. Konurnar hafa beðist afsökunar á að hafa móðgað einhvern með gjörningnum. Dómarinn taldi afsökunarbeiðnina vera óeinlæga. Ljóst var að konurnar hefðu verið sakfelldar rétt fyrir hádegi í dag. Dómsuppkvaðning stóð yfir í nokkrar klukkustundir áður en dómari kom loks að refsingunni. „Tolokonnikova, Samutsvich og Alekchina frömdu óspektir, brutu með öðrum orðum gróflega gegn allsherjarreglu, með augljósu virðingarleysi fyrir samfélaginu, drifið áfram af hatri á trúarbrögðum og fjandskap í þeirra garð með það í huga að sýna hatur gagnvart þjóðfélagshópi. Þetta var gert af ráðnum hug," sagði dómarinn Marina Syrova í dag. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Moskvu. Fjöldi stuðningsmanna þremenninganna mótmæli þar meðferð rússneskra yfirvalda á konunum. Þá var rússneski skákmeistarinn og stjórnmálamaðurinn Garrí Kasparov handtekinn fyrir dómshúsið í dag. Sakfellingu kvennanna hefur verið mótmælt víða um heim í dag en hundruð stuðningsmanna Pussy Riot komu saman í París, Brussel og Tel Aviv.
Andóf Pussy Riot Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira