Ræddu við sendiherra Rússlands áður en dómur féll í Pussy Riot málinu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. ágúst 2012 12:30 Össur Skarphéðinsson. Íslensk stjórnvöld komu áhyggjum sínum af máli kvennanna í Pussy Riot á framfæri við rússnesk stjórnvöld áður en dómur féll í máli þeirra á föstudag. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að bregðast við dómnum sjálfum en utanríkisráðherra skorar á yfirvöld að fella dóminn úr gildi. Þrír meðlimir pönksveitarinnar Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára ára fangelsi í Rússlandi á föstudag fyrir gjörning sem þær frömdu í kirkju Rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu. Þar mótmæltu þær stjórnarháttum í landinu og kröfðust afsagnar Pútíns forseta. Yfirvöld víða um heim og embættismenn Evrópusambandsins hafa þegar fordæmt dóminn harðlega. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi þegar komið áhyggjum sínum af málinu á framfæri. „Við tókum þá ákvörðun að koma okkar þungu áhyggjur á framfæri við rússnesk stjórnvöld áður en dómurinn var kveðinn upp til þess að reyna að hafa einhver áhrif," sagði Össur Skarphéðinsson sem telur dóminn bæði óvæginn og harðann og úr samhengi við brotið. Össur segir að það hafi verið ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sem hafi komið áhyggjum íslenskra stjórnvalda á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. Hvað varðar formleg mótmæli við dómnum sjálfum segir Össur að engin ákvörðun hafi verið tekin um frekari viðbrögð. „Ég skora á rússnesk stjórnvöld, að þegar málið verður skoðað við áfrýjun, verði dómurinn felldur úr gildi," sagði Össur. Andóf Pussy Riot Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Íslensk stjórnvöld komu áhyggjum sínum af máli kvennanna í Pussy Riot á framfæri við rússnesk stjórnvöld áður en dómur féll í máli þeirra á föstudag. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að bregðast við dómnum sjálfum en utanríkisráðherra skorar á yfirvöld að fella dóminn úr gildi. Þrír meðlimir pönksveitarinnar Pussy Riot voru dæmdar í tveggja ára ára fangelsi í Rússlandi á föstudag fyrir gjörning sem þær frömdu í kirkju Rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu. Þar mótmæltu þær stjórnarháttum í landinu og kröfðust afsagnar Pútíns forseta. Yfirvöld víða um heim og embættismenn Evrópusambandsins hafa þegar fordæmt dóminn harðlega. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi þegar komið áhyggjum sínum af málinu á framfæri. „Við tókum þá ákvörðun að koma okkar þungu áhyggjur á framfæri við rússnesk stjórnvöld áður en dómurinn var kveðinn upp til þess að reyna að hafa einhver áhrif," sagði Össur Skarphéðinsson sem telur dóminn bæði óvæginn og harðann og úr samhengi við brotið. Össur segir að það hafi verið ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sem hafi komið áhyggjum íslenskra stjórnvalda á framfæri við sendiherra Rússlands hér á landi. Hvað varðar formleg mótmæli við dómnum sjálfum segir Össur að engin ákvörðun hafi verið tekin um frekari viðbrögð. „Ég skora á rússnesk stjórnvöld, að þegar málið verður skoðað við áfrýjun, verði dómurinn felldur úr gildi," sagði Össur.
Andóf Pussy Riot Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira