Grísku þrístökkskonunni Pasaskevi Papachristou hefur verið vikið úr Ólympíuhópi Grikkja vegna skrifa sinna á samskiptavefinn Twitter. Reuters greinir frá þessu.
Papachristou skrifaði eftirfarandi færslu á Twitter-síðu sína í dag:
„Þar sem fjöldi Afríkubúa í Grikklandi er svo mikill... geta Moskítóflugurnar frá Vestur-Níl að minnsta kosti étið heimatilbúinn mat."
Einn hefur látist og fimm önnur tilfelli komið upp í Aþenu í júlí vegna veiru sem kennd er við Vestur-Níl. Papachristou baðst síðar afsökunar á ummælum sínum en ákvörðun Ólympíunefndar Grikkja var ekki haggað.
„Ég biðst innilegrar afsökunar og skammast mín fyrir neikvæðu umræðuna sem ég setti í gang enda ætlaði ég aldrei að særa neinn," skrifaði Papachristou á Facebook-síðu sína í dag og lýsti yfir miklum vonbrigðum með ákvörðunina.
Skiptar skoðanir eru í Grikklandi um ákvörðun Ólympíunefndarinnar en mikill fjöldi innflytjenda frá Afríku og Asíu hefur skapað ólgu í landinu. Sér í lagi hafa fordómar í garð innflytjendanna vaxið í kjölfar efnahagsvandamála Grikkja sem ekki sér fyrir endann á.
Engir Ólympíuleikar vegna kynþáttaníðs
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

