Stefnir aftur á úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2012 07:19 Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP "Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
"Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn