Markús: Hver fullyrti að yfirtakan á Glitni hefði engin áhrif ? Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 15:35 Össur Skarphéðinsson heilsar Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara þegar hann mætir fyrir Landsdóm. mynd/ gva. Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira