Áramótaheitin fyrir svefnherbergið Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 23. janúar 2011 06:00 Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína!
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar