Árás á lífeyrissjóðina 14. desember 2011 06:00 Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eignir almennings. Nýlegar árásartillögur ríkisstjórnarinnar að undirlagi fjármálaráðherra eru algjörlega óþolandi og eignaupptaka sem brýtur gegn stjórnarskránni (72. gr). Það er eins og menn haldi að lífeyrissjóðirnir séu bara fullir af peningum sem enginn á og sem enginn notar. Útgreiðslur úr lífeyrissjóðum eru nú þegar yfirskattlagðarDæmi: Einstaklingur sem býr einn og hefur engar tekjur fær greitt frá Tryggingastofnun 196.000 á mánuði og verða ráðstöfunartekjur hans um 167.000 á mánuði. Ef sami einstaklingur fær greiddar 200.000 úr lífeyrissjóði fær hann 50.000 frá Tryggingastofnun og verða ráðstöfunartekjur hans um 199.000. Hækkun ráðstöfunartekna hans er því aðeins um 32.000, ríkið tekur 168.000 af lífeyrisgreiðslunni eða 84%. Þessum einstaklingi er refsað fyrir ráðdeild og sparnað og ekki gleyma því að hann er búinn að greiða skatta og skyldur til ríkisins alla sína ævi. Fyrirhuguð skattlagning á lífeyrissjóðina á ekki við um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, þar með talda lífeyrissjóði fjármálaráðherra. Er heimilt að leggja skatta á hluta þjóðarinnar en undanskilja aðra? Í stjórnarskránni stendur að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“ (65 gr). Mér sýnist að fjármálaráðherra og ríkisstjórnin ráðgeri að setja lög sem brjóta gegn stjórnarskránni á fleiri en einn veg og er þess fullviss að slík lagasetning verður viðfangsefni dómstóla. Þessi ríkisstjórn hefur átt samúð mína í þeim verkefnum sem legið hafa fyrir þó minn flokkur sé ekki þátttakandi í henni, en í þessu máli (og reyndar fleirum) er hún á algjörum villigötum og ætti að falla frá þessum hugmyndum hið bráðasta. Að öðrum kosti mun hún tapa allri samúð og öllum stuðningi frá almenningi. Þessi lagasetning væri árás á allan almenning og ég er þess fullviss að verkalýðshreyfingin mun segja upp kjarasamningum og afleiðingar þess væru ófyrirsjáanlegar. Þrátt fyrir samúð mína með ríkisstjórninni held ég að nú sé kominn tími fyrir hana að láta af störfum og fyrir ráðherrana að fara á sín ríkistryggðu eftirlaun sem þeir ætla ekki að skattleggja eins og lífeyrissjóði ómerkilegs almennings.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun