Framtíðarsýn fyrir sjávarútveg – takk! 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun