Framtíðarsýn fyrir sjávarútveg – takk! 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun