Framtíðarsýn fyrir sjávarútveg – takk! 3. desember 2011 06:00 Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinarinnar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnarinnar. Mikilvægi íslensks sjávarútvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðarbúið, t.d. hlutdeild í þjóðarframleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífskjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikinn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breytilegar aðstæður. Rekstur sjávarútvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjárfestingakostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þannig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávarútvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikninga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tækifæri til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingarþörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfestinga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leiðir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegssjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóðurinn færi í samstarf við viðkomandi fyrirtæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljósara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um framtíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun