Aðeins meira af leikskólamálum Jón 1. desember 2011 06:00 Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun