Aðeins meira af leikskólamálum Jón 1. desember 2011 06:00 Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því að þakka þér ágæti borgarstjóri fyrir málefnalega grein um leikskólamál og skorti á gullnámum undir Ráðhúsi Reykjavíkur. Allir leikskólakennarar sem ég þekki gera sér fulla grein fyrir því að engar gullnámur eru í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þeir vita hins vegar að börn eru gullnámur og hlutverk leikskólakennara er að fá þau til að glóa. Ég hef nú samt ýmislegt um fullyrðingar þínar í annars ágætri grein að athuga. Það er rétt sem þú segir að talsverður hiti var í leikskólakennurum þegar sest var við samningaborðið, vegna þess að þeir höfðu dregist verulega á eftir viðmiðunarstéttum í launum. Kröfðust leikskólakennarar þess að laun þeirra yrðu leiðrétt. Viðsemjendur okkar viðurkenndu að talsverður launamunur hafði myndast á leikskólakennurum og viðmiðunarstéttum en voru fyrst um sinn ekki sammála því að það ætti að leiðrétta hann núna. Eins og flestir vita kostaði það harða baráttu að knýja fram samkomulag um tímasetta launaleiðréttingu. Mjög snemma í samningaferlinu buðum við upp á þann kost að hluti launaleiðréttingarinnar væri gerður með því að binda í kjarasamninga hið svokallaða neysluhlé. Því var alfarið hafnað af þeim aðilum sem fara með samningsumboðið fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Sú leið sem var farin er allt önnur og er vel útlistuð í fylgiskjali 3 í kjarasamningi. Það er því mjög ósmekklegt að halda því fram að vegna þess að við höfðum boðið upp á þessa leið værum við að samþykkja að þessar greiðslur yrðu teknar af leikskólakennurum í Reykjavík þegar blekið á nýgerðum kjarasamningi væri þornað. Það kom fáum leikskólakennurum á óvart að Reykjavíkurborg skyldi fella niður neysluhléið, enda er það búið liggja í loftinu á hverju ári frá því 2008. Það sem kom eins og köld vatnsgusa framan í leikskólakennara í Reykjavík var að greiðslurnar yrðu eingöngu teknar af þeim sem eru í Félagi leikskólakennara. Með því erum við ekki að hvetja til þess að þeir sem eru í Félagi stjórnenda leikskóla, Starfsmannafélagi Reykjavíkur, BHM eða Eflingu missi þessar greiðslur, heldur fögnum við því að þetta fólk haldi laununum sínum. Við mótmælum því hins vegar harðlega að sitja ekki lengur við sama borð. Það er ekki rétt sem þú segir að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem greiði neysluhlé því Húsavík gerir það líka. Allt tal um að það sé minna álag á leikskólum í Reykjavík í dag en árið 2007 vísa ég til föðurhúsanna. Máli mínu til til stuðnings bendi ég á bréfið „Hvaða fiskur er í Reykjavík?“ sem ég sendi þér og öðrum ráðamönnum hjá borginni um afleysingarmál 24.10. sl. Hvorki þú né aðrir sáu sér fært að svara því bréfi efnislega. Bréfið var eingöngu ritað til að vekja athygli á því sem ég tók svo vel eftir þegar ég byrjaði í starfi formanns Félags leikskólakennara. Þegar mér var ljóst að bréfinu yrði ekki svarað hafa birst viðtöl við mig um efni þess í blöðunum Fréttatímanum og Reykjavík. Ég fagna því að þú viðurkennir að bæta þurfi starfsumhverfi leikskólakennara eins og kemur fram í niðurlagi greinar þinnar. Við vitum nefnilega báðir að það að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar