Heimilisfriður Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun