Heimilisfriður Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um fjölda þessara barna, einfaldlega af því að aðstæðum þeirra hefur ekki verið gefinn mikill gaumur. Talan tvö þúsund byggir á þeim fjölda kvenna sem leitað hafa sér hjálpar vegna ofbeldis af hálfu maka og áætlun um að hver þeirra eigi eitt til tvö börn. Í byrjun árs 2011 kom út rannsókn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi á félagslegum stuðningi og úrræðum við börn í Reykjavík, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að mikill skortur er á almennum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fjölskyldur, sem þurfa á stuðningi og aðstoð að halda vegna ofbeldis í fjölskyldum. Brýnt er að auka vitund þeirra sem starfa með börnum á því að barn geti búið við heimilisofbeldi og sérstaklega þarf að skoða málin frá sjónarhorni barnsins. Núverandi nálgun, sem m.a. má finna stað í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum, miðar að því að kenna fagfólki að bera kennsl á einkenni barna sem búa við ofbeldi. Sú nálgun er ekki líkleg til árangurs, að mati samtakanna. Einkenni, sem gjarnan eru nefnd, eru almenn einkenni sem gefa til kynna vanlíðan barna. Ástæðurnar þar að baki geta verið margvíslegar og þurfa ekki að tengjast heimilisofbeldi á nokkurn hátt. Það þarf að fara nýjar leiðir til að finna og aðstoða börn, sem eru vitni að heimilisofbeldi. Allt ofbeldi á heimili hefur afleiðingar fyrir börn, en það er einstaklingsbundið hvernig þau láta vanlíðan sína í ljós. Börn, sem búa á ofbeldisheimilum, eiga það hins vegar sameiginlegt að þau búa við mikið óöryggi og ringulreið og hafa enga stjórn á aðstæðum. Börnin hafa ekki þroska til þess að skilja það sem á gengur og eiga fá ráð við því sem er að gerast á heimilinu. Það setur þau í erfiðar aðstæður og veldur kvíða og ótta. Í sumum tilvikum verða börnin einnig fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu foreldra. Þessi lífsreynsla fylgir þeim og hætta er á að úr verði langvinnir erfiðleikar ef fullorðnir í nánasta umhverfi grípa ekki inn í. Afar mikilvægt er að rætt sé við börn, sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað, hlustað sé á þau og líðan þeirra metin á markvissan hátt svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð og stuðning. Hinir fullorðnu verða að horfa á ofbeldið með augum barnsins. Það sem fullorðnum getur þótt lítilvægt, t.d. ef ofbeldið gerist sjaldan eða er ekki „nógu alvarlegt“, getur haft gríðarleg áhrif á barnið. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fylgt rannsókn sinni eftir með fundum með stjórnvöldum og forsvarsmönnum stofnana og samtaka sem starfa að málefnum barna. Einnig afhentu samtökin velferðarráðherra og borgarstjóranum í Reykjavík undirskriftir nær tólf þúsunda karla og kvenna sem skoruðu á stjórnvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, stuðning og félagsleg úrræði við hæfi. Það er von samtakanna að augu samfélagsins opnist fyrir því böli sem heimilisofbeldi er og þeim miklu áhrifum sem það hefur á börn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun