Skráning stjórnmálaskoðana Haukur Arnþórsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fræðimenn hafa skrifað nokkuð um gagnsæi og hlutverk samþættra upplýsinga í samfélaginu og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónuvernd og hafa slík fræði verið kennd við stjórnmáladeild HÍ. Þeir setja gjarnan fram að vega og meta þurfi persónuverndaráhættu í hverju og einu tilviki og hafa til hliðsjónar hlutverk og samfélagslegt gagn persónugreinanlegrar skráningar á upplýsingum. Það er að meta á málefnalegan hátt mikilvægi nýrrar skráningar á móti minni persónuvernd. Betri ReykjavíkNú liggur fyrir að skráning Íbúa á stjórnmálaskoðunum almennings á vefnum Betri Reykjavík, þjónar ekki þeim tilgangi sem upphaflega var kynntur. Í viðtali við forstjóra Íbúa í Speglinum á rás 1 í sl. viku ítrekaði hann að enda þótt Reykjavíkurborg tæki mál á dagskrá ráða á grundvelli þessarar kosninga geta allir íbúar komið málum eftir öðrum leiðum á dagskrá þeirra, t.d. með því að senda bréf til þeirra. Þetta staðfesti borgarlögmaður í símtali við greinarhöfund. Þetta er sennilega gert vegna þess að val með netkosningu lítur ekki vel út fyrir stjórnkerfi borgarinnar, sérstaklega er möguleikinn að kjósa á móti máli sérkennilegur og getur unnið gegn minnihlutahópum. Þá er netkosning ekki málefnaleg leið við val mála og málshefjenda. Úr því að forstjóri Íbúa og forsvarsmenn Reykjavíkurborgar leggja á það áherslu að íbúar borgarinnar geti farið aðrar leiðir við að koma málum á dagskrá í stjórnkerfi borgarinnar þá má spyrja sig: Af hverju er boðið upp á nákvæma kosningu á vefnum og þar með skráningu á stjórnmálaskoðunum almennings með tilheyrandi persónuverndaráhættu ef hún þjónar litlum eða engum tilgangi? Svo gæti virst að eina hlutverk skráningarinnar sé að kortleggja stjórnmálalegan vilja íbúanna nákvæmlega í gagnagrunnum félagsins. Betra ÍslandSkráning skoðana á vefnum Betra Ísland hefur ekki verið réttlætt með neinu móti. Minnt skal á að þar er hægt að kjósa um flest eða öll mál sem liggja fyrir Alþingi. Þau mál eru oft lögð fram eftir flokkslínum. Önnur mál eru einnig lögð fram á vefnum. Á grundvelli skráningar hans geta Íbúar því gert ennþá nákvæmari prófíl af notendum hans en á vefnum Betri Reykjavík. Þeir geta m.a. greint stuðning við einstaka stjórnmálaflokka, með því að skoða afstöðu fylgismanna þeirra til þingmála og hvernig þeir bregðast við öðrum landsmálum. Ef notendur eru á báðum vefjunum má samkeyra upplýsingar þeirra og fæst þá fram einstök mynd af stjórnmálavilja Reykvíkinga. Þannig getur Betra Ísland stóraukið persónuverndaráhættuna af rekstri Betri Reykjavíkur. Stuðningur eða andstaða á vefjunum við mál hefur lítið eða ekkert lýðræðislegt gildi og gefur ákvörðunum ekki aukið lögmæti, hefur ekki beinan tilgang og netkosningin virðist því hreinn samkvæmisleikur. Við mat á ávinningi af kosningum á vefjunum hlýtur að koma í ljós að afar dýrt sé að skrá stjórnmálaskoðanir almennings kerfisbundið sé miðað við persónuverndarsjónarmið og opna með því móti möguleika á gerð nákvæms prófíls af þeim, samanborið við það samfélagslega gagn sem skráningin gerir. Kosningunni á vefjunum þyrfti því að hætta sem fyrst.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar