Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. Svar mitt við fyrri grein Söndru birtist í Fréttablaðinu 20. október sl. en þar gerði ég alvarlegar athugasemdir við rangtúlkanir hennar á vísindalegum niðurstöðum. Í seinni grein sinni sem birtist þann 25. október sl. vísar Sandra í nokkurn fjölda vísindagreina máli sínu til stuðnings og mætti í fyrstu halda að greinin væri vísir að upplýstri umræðu um málefnið. Svo er því miður ekki og sé ég mig því áfram knúinn til að leiðrétta nokkur atriði í máli Söndru. Sandra vísar m.a. í niðurstöður Vázquez-Padrón o.fl. (1-3) og telur þær gefa vísbendingar um „að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmis viðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum“. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru í sjálfu sér áhugaverðar en hér eins og svo oft gengur Sandra of langt í ályktunum sínum. Vázquez-Padrón o.fl. könnuðu hvort próteinið Cry1Ac gæti valdið ónæmisviðbrögðum í músum og þó svo að músin sé um margt skyld manninum þá er ekki sjálfgefið að niðurstöðurnar megi yfirfæra á manninn eins og Sandra kýs að gera. Hér er jafnframt mikilvægt að gera greinarmun á ónæmissvari og ofnæmi, en Vázquez-Padrón o.fl. minnast hvergi á ofnæmi í greinum sínum. Þá er einnig rétt að benda á að yfir eitt hundrað tegundir matvæla geta valdið ofnæmi í mönnum og eru þau viðbrögð í flestum tilfellum vegna próteina, en engin dæmi eru þekkt um ofnæmi gegn Cry próteinum í mönnum þrátt fyrir áratuga langa notkun þeirra í landbúnaði. Sandra vísar líka í rannsóknir sem sýna eiga fram á „áhrif á þróaðri spendýr“, þ.m.t. rannsókn Trabalza-Mainucci o.fl. (4) á sauðfé sem hún segir að hafi „[leitt] í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra“. Þessi niðurstaða Söndru er úr lausu lofti gripin. Í grein Trabalza-Mainucci o.fl. er tekið fram að erfðabreytta fóðrið hafði engin áhrif á heilbrigði dýranna og ekki sáust nein áhrif á aðra þætti sem skoðaðir voru. Það eina sem reyndist ólíkt milli hópa var að forathugun á frumum úr lifur og brisi leiddi í ljós mun, en sá munur virtist ekki hafa nein mælanleg áhrif á heilbrigði dýranna. Í tilvísun sinni í rannsóknir Duggan o.fl. (5) gerir Sandra þau klaufalegu mistök að slá saman tveimur óskyldum tilraunum þannig að úr verða niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér verður til í meðförum Söndru erfðabreytt örvera úr meltingarvegi sem þolin er fyrir sýklalyfjum og kallar Sandra bakteríu þessa „superbug“. Í reynd eru niðurstöðurnar óralangt frá þessu. Annars vegar var um að ræða athugun á niðurbroti DNA í meltingarvegi þar sem notast var við maís erfðabreyttan með Bt-geni og hins vegar rannsókn á því hvort nota mætti plasmíð (sem er lítil hringlaga DNA sameind) sem velkst hafði um í munnholi kindar til að ummynda bakteríur. Það er rétt athugað hjá Söndru að Duggan o.fl. fundu DNA úr maís í vömb en þeir taka jafnframt fram að uppruni þess sé að öllum líkindum úr ómeltum plöntuleifum og að óvarið DNA sé ólíklegt til að lifa lengi í vömbinni. Að lokum er rétt að minnast á umfjöllun Söndru um rannsóknir Aris og Leblanc (6) og það sem hún telur að séu vísbendingar um „flata genatilfærslu“. Hér verður Söndru enn á ný fótaskortur þar sem hún virðist ekki gera greinarmun á DNA og próteini, en þeir Aris og Leblanc mældu Cry1Ab próteinið en ekki DNA í blóðsýnum og minnast hvergi í grein sinni einu orði á „flata genatilfærslu“. Hvernig Sandra tengir þetta tvennt saman er mér óskiljanlegt. Þrátt fyrir að Sandra vísi í ritrýndar vísindagreinar máli sínu til stuðnings og leitist þannig við að ljá umfjöllun sinni yfirbragð upplýstrar umræðu þá er niðurstaðan sú að umfjöllunin líður mjög fyrir takmarkaða þekkingu Söndru á viðfangsefninu. Það hvernig Sandra slær saman ótengdum tilraunum í grein Duggan o.fl. (5) og það að hún gerir ekki greinarmun á DNA og próteinum er umhugsunarvert og hlýtur að vekja upp spurningar um skilning Söndru á því efni sem hún fjallar um. Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. (1) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Brazilian Journal of Medical and Biological Research, 33[2], pp.147-155. (2) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Biochemical and Biophysical Research Communications, 271[1], pp.54-58. (3) Vázquez-Padrón o.fl. 1999. Life Sciences, 64[21], pp.1897-1912. (4) Trabalza-Marinucci o.fl. 2008. Livestock Science, 113, pp.178-190. (5) Duggan o.fl. 2003. The British Journal of Nutrition, 89[2], pp.159-166. (6) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology, 31[4], pp.528-533. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur. Svar mitt við fyrri grein Söndru birtist í Fréttablaðinu 20. október sl. en þar gerði ég alvarlegar athugasemdir við rangtúlkanir hennar á vísindalegum niðurstöðum. Í seinni grein sinni sem birtist þann 25. október sl. vísar Sandra í nokkurn fjölda vísindagreina máli sínu til stuðnings og mætti í fyrstu halda að greinin væri vísir að upplýstri umræðu um málefnið. Svo er því miður ekki og sé ég mig því áfram knúinn til að leiðrétta nokkur atriði í máli Söndru. Sandra vísar m.a. í niðurstöður Vázquez-Padrón o.fl. (1-3) og telur þær gefa vísbendingar um „að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmis viðbrögðum og viðkvæmni gagnvart öðrum matvælum“. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru í sjálfu sér áhugaverðar en hér eins og svo oft gengur Sandra of langt í ályktunum sínum. Vázquez-Padrón o.fl. könnuðu hvort próteinið Cry1Ac gæti valdið ónæmisviðbrögðum í músum og þó svo að músin sé um margt skyld manninum þá er ekki sjálfgefið að niðurstöðurnar megi yfirfæra á manninn eins og Sandra kýs að gera. Hér er jafnframt mikilvægt að gera greinarmun á ónæmissvari og ofnæmi, en Vázquez-Padrón o.fl. minnast hvergi á ofnæmi í greinum sínum. Þá er einnig rétt að benda á að yfir eitt hundrað tegundir matvæla geta valdið ofnæmi í mönnum og eru þau viðbrögð í flestum tilfellum vegna próteina, en engin dæmi eru þekkt um ofnæmi gegn Cry próteinum í mönnum þrátt fyrir áratuga langa notkun þeirra í landbúnaði. Sandra vísar líka í rannsóknir sem sýna eiga fram á „áhrif á þróaðri spendýr“, þ.m.t. rannsókn Trabalza-Mainucci o.fl. (4) á sauðfé sem hún segir að hafi „[leitt] í ljós truflun á starfsemi meltingarkerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra“. Þessi niðurstaða Söndru er úr lausu lofti gripin. Í grein Trabalza-Mainucci o.fl. er tekið fram að erfðabreytta fóðrið hafði engin áhrif á heilbrigði dýranna og ekki sáust nein áhrif á aðra þætti sem skoðaðir voru. Það eina sem reyndist ólíkt milli hópa var að forathugun á frumum úr lifur og brisi leiddi í ljós mun, en sá munur virtist ekki hafa nein mælanleg áhrif á heilbrigði dýranna. Í tilvísun sinni í rannsóknir Duggan o.fl. (5) gerir Sandra þau klaufalegu mistök að slá saman tveimur óskyldum tilraunum þannig að úr verða niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér verður til í meðförum Söndru erfðabreytt örvera úr meltingarvegi sem þolin er fyrir sýklalyfjum og kallar Sandra bakteríu þessa „superbug“. Í reynd eru niðurstöðurnar óralangt frá þessu. Annars vegar var um að ræða athugun á niðurbroti DNA í meltingarvegi þar sem notast var við maís erfðabreyttan með Bt-geni og hins vegar rannsókn á því hvort nota mætti plasmíð (sem er lítil hringlaga DNA sameind) sem velkst hafði um í munnholi kindar til að ummynda bakteríur. Það er rétt athugað hjá Söndru að Duggan o.fl. fundu DNA úr maís í vömb en þeir taka jafnframt fram að uppruni þess sé að öllum líkindum úr ómeltum plöntuleifum og að óvarið DNA sé ólíklegt til að lifa lengi í vömbinni. Að lokum er rétt að minnast á umfjöllun Söndru um rannsóknir Aris og Leblanc (6) og það sem hún telur að séu vísbendingar um „flata genatilfærslu“. Hér verður Söndru enn á ný fótaskortur þar sem hún virðist ekki gera greinarmun á DNA og próteini, en þeir Aris og Leblanc mældu Cry1Ab próteinið en ekki DNA í blóðsýnum og minnast hvergi í grein sinni einu orði á „flata genatilfærslu“. Hvernig Sandra tengir þetta tvennt saman er mér óskiljanlegt. Þrátt fyrir að Sandra vísi í ritrýndar vísindagreinar máli sínu til stuðnings og leitist þannig við að ljá umfjöllun sinni yfirbragð upplýstrar umræðu þá er niðurstaðan sú að umfjöllunin líður mjög fyrir takmarkaða þekkingu Söndru á viðfangsefninu. Það hvernig Sandra slær saman ótengdum tilraunum í grein Duggan o.fl. (5) og það að hún gerir ekki greinarmun á DNA og próteinum er umhugsunarvert og hlýtur að vekja upp spurningar um skilning Söndru á því efni sem hún fjallar um. Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. (1) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Brazilian Journal of Medical and Biological Research, 33[2], pp.147-155. (2) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Biochemical and Biophysical Research Communications, 271[1], pp.54-58. (3) Vázquez-Padrón o.fl. 1999. Life Sciences, 64[21], pp.1897-1912. (4) Trabalza-Marinucci o.fl. 2008. Livestock Science, 113, pp.178-190. (5) Duggan o.fl. 2003. The British Journal of Nutrition, 89[2], pp.159-166. (6) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Toxicology, 31[4], pp.528-533.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun