Fötin og sálin urðu óhrein 8. nóvember 2011 06:00 Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka. En gleðin hverfur á augabragði. Úr skúmaskotum þeytast einhverjir, hrinda henni, henda töskunni hennar undir bíl, hún verður óhrein, bæði fötin og sálin. Þetta er í minningu hennar fyrsta atvikið af mörgum í eineltissögunni. Árum saman mátti hún þola aðför, augngotur, útilokun og vinaleysi. Fleiri og fleiri tóku þátt í eineltinu. Hún vissi eiginlega aldrei af hverju. Smátt og smátt brotnaði sál hennar og sjálfstraustið hvarf. Hún varð smátt og smátt viss um að hún væri minna virði og ómerkilegri en aðrir. Fullorðinsár hennar hafa farið í að reyna að byggja upp sjálfstraustið og öðlast trú og traust á annað fólk. Sú leið var stundum þyrnum stráð. Stundum hittir hún einhvern sem tók þátt í eineltinu og hún á enn erfitt með að fyrirgefa. Í bernsku litlu stúlkunnar var ekki til neitt sem hét einelti og enginn vissi hvernig átti að bregðast við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á einelti, skólar eru með eineltisáætlanir og almenningur er meðvitaður um að einelti á aldrei að líðast, því einelti er ofbeldi. Samt sem áður er einelti enn til staðar í skólum, á vinnustöðum og víðar. Á Degi gegn einelti, 8. nóvember, skulum við taka höndum saman og strengja þess heit öll sem eitt að leggja ekki aðra í einelti, að skipta okkur af og stöðva einelti, að hjálpa þeim sem hafa verið lagðir í einelti og síðast en ekki síst að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika manna á meðal. Leyfum fjölbreytni mannslífsins að njóta sín. Barnaheill – Save the Children á Íslandi berjast fyrir rétti barna til verndar gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. einelti. Á vefsíðunum, verndumborn.is og heyrumst.is, geta börn fengið fræðslu og upplýsingar um einelti og það hvert þau eigi að snúa sér. Það er að segja af litlu stúlkunni að hún hefur spjarað sig vel. Það er ekki síst að þakka þeim góða grunni sem hún hafði úr foreldrahúsum og þeim góðu vinum sem hún eignaðist síðar á ævinni.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun