Áfram erfðabreytt matvæli! 12. október 2011 06:00 Á liðnum misserum hefur átt sér stað talsverð umræða um erfðabreytt matvæli og hefur sú umræða því miður einkennst af fáfræði, sleggjudómum og misskilningi. Af pistlum margra sérskipaðra matvælasérfræðinga mætti draga þá ályktun að erfðabreytt matvæli séu afkvæmi Drakúla, getin með svartagaldri og borin í blásýrupolli. Fólk hræðist erfðabreytt matvæli eins og dauðann og heimtar lögbann og viðskiptahöft. En eru erfðabreytt matvæli svo slæm? Nei, það eru þau ekki. Hjal um ógnun fæðuöryggis er þvaður. Ég vil byrja á að nefna eitt algjört grundvallaratriði sem margir virðast ekki skilja: Erfðaefni er ekki eitur. Erfðaefni er einfaldlega efni sem stýrir því hvernig lífverur mótast og þroskast (svo dæmið sé einfaldað). Erfðaefni er að finna í hverri einustu frumu hverrar einustu lífveru. Þú, lesandi góður, innbyrðir haug af erfðaefni úr öðrum lífverum á hverjum degi, og þó þú borðir erfðaefni úr kú, þá færð þú ekki horn og júgur. Þú deyrð eða veikist ekki heldur. Hver eru langtímaáhrif erfðabreyttra matvæla á lýðheilsu? Gerðar hafa verið tvær umfangsmiklar rannsóknir á því. Árið 2004 komst Bandaríska vísindaakademían að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að staðfesta nein tilfelli þar sem neikvæð áhrif á heilsu væru beintengd erfðabreyttum matvælum. Árið 2008 komst Konunglega breska læknisfræðistofnunin að þeirri niðurstöðu að undanfarin 20 ár hafa milljónir manna neytt erfðabreyttra matvæla að staðaldri og engan skaða hlotið af. Breska rannsóknin var samansafn niðurstaðna úr 130 óháðum rannsóknum sem höfðu verið í gangi í 25 ár og náðu til hundraða milljóna manna. Það að engin skaðleg áhrif hafi greinst í svo stóru úrtaki á svo löngum tíma verður að teljast örugg vísbending um að erfðabreytt matvæli séu ekkert til að óttast. Margir rannsóknarmannanna gengu jafnvel svo langt að fullyrða að í sumum tilfellum væru erfðabreytt matvæli hollari mönnum en hefðbundin matvæli og að ræktun þeirra hefði minni eða sömu skaðlegu áhrif á umhverfið og hefðbundin ræktun. Fólk virðist halda að ef maður borðar erfðabreytt matvæli, þá fái maður sjálfur erfðabreytinguna í sig. Þetta er einhver fáránlegasti misskilningur sem um getur. Erfðabreyting fer þannig fram að gen sem tjáir eftirsóttan eiginleika er fært úr erfðaefni einnar lífveru yfir í erfðaefni annarrar lífveru. Þannig má t.d. færa gen sem tjáir kuldaþol úr ýsu yfir í tómatplöntu, og þannig búa til kuldaþolna tómata. Þetta ferli er þó mjög erfitt og krefst afar sérhæfðra tækja og flókinna aðferða. Það er ekki möguleiki að breytta erfðaefnið flytjist af sjálfsdáðum úr matnum og yfir í erfðaefni þess sem matinn borðar. Ef maður borðar ýsu, þá flyst ekkert ýsuerfðaefni í erfðaefni neytandans. Á sama hátt flyst ýsuerfðaefnið í tómatnum ekki í erfðaefni neytandans þegar hann borðar tómatinn. Höfum þetta á hreinu. Hver eru vistfræðileg áhrif erfðabreyttra matvæla? Erfðabreytingar eru gerðar í þeim tilgangi að gera matvælin á einn eða annan hátt „betri“ en aðra einstaklinga sömu tegundar. Það liggur því í hlutarins eðli að margar erfðabreytingar gera tegundina færari í að sigra í tilvistarbaráttunni. Þá er spurt hvort erfðabreyttur stofn tiltekinnar lífveru geti útrýmt óerfðabreyttum stofni sömu lífveru, og svarið er já, sá möguleiki er til staðar. Erfðabreyttum matvælum er þó aldrei hleypt út í náttúruna nema að undangengnu ströngu mati á mögulegum áhrifum á vistkerfið. Ef auðséð er að erfðabreytt tegund muni offjölga sér á kostnað annarra og hafa skaðleg áhrif á umhverfið, þá er henni ekki hleypt út fyrir rannsóknarstofuna. Slík dæmi eru þó afar sjaldgæf, og vel má draga í efa að það sé yfir höfuð áhyggjuefni að erfðabreytt planta útrými óerfðabreyttri systur sinni. Hvað er raunverulega að því að kuldaþolnir tómatar útrými öðrum tómötum? Nútímaaðferðir við erfðabreytingu eru í eðli sínu ekki svo frábrugðnar gömlum ræktunaraðferðum. Í þúsundir ára hafa bændur stundað valræktun. Þeir velja plöntur eða dýr með eftirsótta eiginleika og para þau saman í von um að afkvæmi þeirra beri sömu hagstæðu eiginleika. Smátt og smátt verður til stofn lífvera sem er talsvert frábrugðinn upprunalegu villigerðinni. Nær öll matvæli sem ræktuð eru í stórum stíl hafa gengið í gegnum hundraða eða þúsunda ára valræktun og séu þau borin saman við forfeður sína sést að talsverð breyting hefur orðið á tegundinni. Með erfðatækninni hefur okkur tekist að finna leið framhjá valræktun. Með tækninni má á einni kynslóð gera það sem tók hundrað kynslóðir með valræktun. Spurningin er því, fyrst erfðabreytingar eru svo slæmar, er þúsund ára valræktun ekki alveg jafnslæm? Erfðabreytingar geta haft þau áhrif að óþarfi verður að nota skordýraeitur og fleiri ónáttúruleg efni við ræktun plantna og ættu því fylgjendur lífrænnar ræktunar að taka erfðabreytingum fegins hendi, en svo virðist ekki vera. Sumir eru andvígir erfðabreytingum af tilfinningalegum eða trúarlegum (maðurinn sé að leika guð) ástæðum, og við því hef ég ekkert að segja. Ef ekki væri fyrir erfðabreytt matvæli væri rúmur milljarður manna ekki á lífi í dag og tveir milljarðar manna til viðbótar byggju við hungursneyð. Þessar tölur eru engar lygar. Áætlað er, að með tilkomu erfðatækninnar hafi afköst alls ræktarlands jarðarinnar rúmlega tvöfaldast, og þar með er erfðatæknin orðin lykilþáttur í því að leysa hungurvanda heimsins. Ímyndið ykkur hvað hægt væri að gera við helmingi meiri mat í heiminum. Svo dramatísk eru áhrif erfðabreytinganna. En því miður hafa mörg lönd sett svo ströng lög um erfðabreytingar að erfiðlega gengur að nýta þá margföldun á afkastagetu sem þær hafa í för með sér. Til allrar hamingju er löggjöfin þó ekki eins ströng í flestum ríkjum Afríku, þar sem hungursneyðin er mest, og þar í álfu væri helmingi meiri hungursneyð ef ekki væri fyrir erfðabreytt matvæli. Dæmið er skýrast í Sambíu þar sem stórt átak var gert í að nýta erfðabreytt matvæli til að sporna við hungursneyð. Átakið gekk vel og innan fárra ára höfðu lífslíkur aukist, heilsa íbúa batnað og útlit var fyrir að hungursneyðin yrði fljótt úr sögunni. Árið 2002 ákváðu sambísk yfirvöld síðan að leggja algjört lögbann á erfðabreytt matvæli, eftir mikinn þrýsting frá Greenpeace. Viti menn, hungursneyðin skall á að nýju og Sambía féll í sama far og áður. Þar er fáfræði og pólitískri hugsjón að þakka fyrir það að milljónir sveltu. Árið 1970 voru friðarverðlaun Nóbels veitt Norman Burlaug fyrir störf hans í þágu baráttunnar við hungursneyð. Hans lausn við hungursneyð var einfaldlega að erfðabreyta hveiti á þann hátt að það óx hraðar, gaf af sér meiri mat og þoldi harðari aðstæður. Milljarður manna í hungurmorða löndum á hveitinu hans Burlaugs lífið að launa. Fáir geta sagt að þeir hafi bjargað milljarði mannslífa, en það gat hins vegar Burlaug. Norman Burlaug er sönn nútímahetja. Þeir sem berjast gegn erfðabreyttum matvælum eru það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á liðnum misserum hefur átt sér stað talsverð umræða um erfðabreytt matvæli og hefur sú umræða því miður einkennst af fáfræði, sleggjudómum og misskilningi. Af pistlum margra sérskipaðra matvælasérfræðinga mætti draga þá ályktun að erfðabreytt matvæli séu afkvæmi Drakúla, getin með svartagaldri og borin í blásýrupolli. Fólk hræðist erfðabreytt matvæli eins og dauðann og heimtar lögbann og viðskiptahöft. En eru erfðabreytt matvæli svo slæm? Nei, það eru þau ekki. Hjal um ógnun fæðuöryggis er þvaður. Ég vil byrja á að nefna eitt algjört grundvallaratriði sem margir virðast ekki skilja: Erfðaefni er ekki eitur. Erfðaefni er einfaldlega efni sem stýrir því hvernig lífverur mótast og þroskast (svo dæmið sé einfaldað). Erfðaefni er að finna í hverri einustu frumu hverrar einustu lífveru. Þú, lesandi góður, innbyrðir haug af erfðaefni úr öðrum lífverum á hverjum degi, og þó þú borðir erfðaefni úr kú, þá færð þú ekki horn og júgur. Þú deyrð eða veikist ekki heldur. Hver eru langtímaáhrif erfðabreyttra matvæla á lýðheilsu? Gerðar hafa verið tvær umfangsmiklar rannsóknir á því. Árið 2004 komst Bandaríska vísindaakademían að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að staðfesta nein tilfelli þar sem neikvæð áhrif á heilsu væru beintengd erfðabreyttum matvælum. Árið 2008 komst Konunglega breska læknisfræðistofnunin að þeirri niðurstöðu að undanfarin 20 ár hafa milljónir manna neytt erfðabreyttra matvæla að staðaldri og engan skaða hlotið af. Breska rannsóknin var samansafn niðurstaðna úr 130 óháðum rannsóknum sem höfðu verið í gangi í 25 ár og náðu til hundraða milljóna manna. Það að engin skaðleg áhrif hafi greinst í svo stóru úrtaki á svo löngum tíma verður að teljast örugg vísbending um að erfðabreytt matvæli séu ekkert til að óttast. Margir rannsóknarmannanna gengu jafnvel svo langt að fullyrða að í sumum tilfellum væru erfðabreytt matvæli hollari mönnum en hefðbundin matvæli og að ræktun þeirra hefði minni eða sömu skaðlegu áhrif á umhverfið og hefðbundin ræktun. Fólk virðist halda að ef maður borðar erfðabreytt matvæli, þá fái maður sjálfur erfðabreytinguna í sig. Þetta er einhver fáránlegasti misskilningur sem um getur. Erfðabreyting fer þannig fram að gen sem tjáir eftirsóttan eiginleika er fært úr erfðaefni einnar lífveru yfir í erfðaefni annarrar lífveru. Þannig má t.d. færa gen sem tjáir kuldaþol úr ýsu yfir í tómatplöntu, og þannig búa til kuldaþolna tómata. Þetta ferli er þó mjög erfitt og krefst afar sérhæfðra tækja og flókinna aðferða. Það er ekki möguleiki að breytta erfðaefnið flytjist af sjálfsdáðum úr matnum og yfir í erfðaefni þess sem matinn borðar. Ef maður borðar ýsu, þá flyst ekkert ýsuerfðaefni í erfðaefni neytandans. Á sama hátt flyst ýsuerfðaefnið í tómatnum ekki í erfðaefni neytandans þegar hann borðar tómatinn. Höfum þetta á hreinu. Hver eru vistfræðileg áhrif erfðabreyttra matvæla? Erfðabreytingar eru gerðar í þeim tilgangi að gera matvælin á einn eða annan hátt „betri“ en aðra einstaklinga sömu tegundar. Það liggur því í hlutarins eðli að margar erfðabreytingar gera tegundina færari í að sigra í tilvistarbaráttunni. Þá er spurt hvort erfðabreyttur stofn tiltekinnar lífveru geti útrýmt óerfðabreyttum stofni sömu lífveru, og svarið er já, sá möguleiki er til staðar. Erfðabreyttum matvælum er þó aldrei hleypt út í náttúruna nema að undangengnu ströngu mati á mögulegum áhrifum á vistkerfið. Ef auðséð er að erfðabreytt tegund muni offjölga sér á kostnað annarra og hafa skaðleg áhrif á umhverfið, þá er henni ekki hleypt út fyrir rannsóknarstofuna. Slík dæmi eru þó afar sjaldgæf, og vel má draga í efa að það sé yfir höfuð áhyggjuefni að erfðabreytt planta útrými óerfðabreyttri systur sinni. Hvað er raunverulega að því að kuldaþolnir tómatar útrými öðrum tómötum? Nútímaaðferðir við erfðabreytingu eru í eðli sínu ekki svo frábrugðnar gömlum ræktunaraðferðum. Í þúsundir ára hafa bændur stundað valræktun. Þeir velja plöntur eða dýr með eftirsótta eiginleika og para þau saman í von um að afkvæmi þeirra beri sömu hagstæðu eiginleika. Smátt og smátt verður til stofn lífvera sem er talsvert frábrugðinn upprunalegu villigerðinni. Nær öll matvæli sem ræktuð eru í stórum stíl hafa gengið í gegnum hundraða eða þúsunda ára valræktun og séu þau borin saman við forfeður sína sést að talsverð breyting hefur orðið á tegundinni. Með erfðatækninni hefur okkur tekist að finna leið framhjá valræktun. Með tækninni má á einni kynslóð gera það sem tók hundrað kynslóðir með valræktun. Spurningin er því, fyrst erfðabreytingar eru svo slæmar, er þúsund ára valræktun ekki alveg jafnslæm? Erfðabreytingar geta haft þau áhrif að óþarfi verður að nota skordýraeitur og fleiri ónáttúruleg efni við ræktun plantna og ættu því fylgjendur lífrænnar ræktunar að taka erfðabreytingum fegins hendi, en svo virðist ekki vera. Sumir eru andvígir erfðabreytingum af tilfinningalegum eða trúarlegum (maðurinn sé að leika guð) ástæðum, og við því hef ég ekkert að segja. Ef ekki væri fyrir erfðabreytt matvæli væri rúmur milljarður manna ekki á lífi í dag og tveir milljarðar manna til viðbótar byggju við hungursneyð. Þessar tölur eru engar lygar. Áætlað er, að með tilkomu erfðatækninnar hafi afköst alls ræktarlands jarðarinnar rúmlega tvöfaldast, og þar með er erfðatæknin orðin lykilþáttur í því að leysa hungurvanda heimsins. Ímyndið ykkur hvað hægt væri að gera við helmingi meiri mat í heiminum. Svo dramatísk eru áhrif erfðabreytinganna. En því miður hafa mörg lönd sett svo ströng lög um erfðabreytingar að erfiðlega gengur að nýta þá margföldun á afkastagetu sem þær hafa í för með sér. Til allrar hamingju er löggjöfin þó ekki eins ströng í flestum ríkjum Afríku, þar sem hungursneyðin er mest, og þar í álfu væri helmingi meiri hungursneyð ef ekki væri fyrir erfðabreytt matvæli. Dæmið er skýrast í Sambíu þar sem stórt átak var gert í að nýta erfðabreytt matvæli til að sporna við hungursneyð. Átakið gekk vel og innan fárra ára höfðu lífslíkur aukist, heilsa íbúa batnað og útlit var fyrir að hungursneyðin yrði fljótt úr sögunni. Árið 2002 ákváðu sambísk yfirvöld síðan að leggja algjört lögbann á erfðabreytt matvæli, eftir mikinn þrýsting frá Greenpeace. Viti menn, hungursneyðin skall á að nýju og Sambía féll í sama far og áður. Þar er fáfræði og pólitískri hugsjón að þakka fyrir það að milljónir sveltu. Árið 1970 voru friðarverðlaun Nóbels veitt Norman Burlaug fyrir störf hans í þágu baráttunnar við hungursneyð. Hans lausn við hungursneyð var einfaldlega að erfðabreyta hveiti á þann hátt að það óx hraðar, gaf af sér meiri mat og þoldi harðari aðstæður. Milljarður manna í hungurmorða löndum á hveitinu hans Burlaugs lífið að launa. Fáir geta sagt að þeir hafi bjargað milljarði mannslífa, en það gat hins vegar Burlaug. Norman Burlaug er sönn nútímahetja. Þeir sem berjast gegn erfðabreyttum matvælum eru það ekki.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar