Af hverju reykleysismeðferð? Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir skrifar 29. september 2011 06:00 Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun