Af hverju reykleysismeðferð? Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir skrifar 29. september 2011 06:00 Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun