Af hverju reykleysismeðferð? Ingibjörg Katrín Stefánsdóttir skrifar 29. september 2011 06:00 Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Tóbaksreykingar eru meðal stærstu heilbrigðisvandamála samtímans. Helmingur þeirra sem reykja mun deyja úr sjúkdómum sem rekja má til reykinga og þar af helmingurinn á miðjum aldri. Auk þessa munu margir þessara einstaklinga búa við skert lífsgæði verulegan hluta ævinnar. Fyrir hverja tvo sem tekst að aðstoða við að hætta að reykja er komið í veg fyrir að einn deyi fyrir aldur fram. Ef reykingamaður hættir að reykja um þrítugt þá er talið að lífslíkur hans séu svipaðar og þess sem hefur aldrei reykt. Því er mikilvægt að taka tóbaksfíkn alvarlega og takast á við þetta heilbrigðisvandamál í samræmi við afleiðingarnar. Að hjálpa einstaklingum til að hætta að reykja er ein hagkvæmasta meðferð sem til er, bæði fyrir þjóðfélagið og reykingamanninn sjálfan. Langflesta sem reykja langar að hætta því. Með því að nota hjálparlyf, faglega ráðgjöf og stuðning margfaldast líkur á ná tökum á fíkninni og hætta að reykja. Flestir þurfa að gera nokkrar tilraunir til að hætta áður en það tekst. Mikilvægt er að líta á það sem ferli og hverja tilraun sem skref til lærdóms í átt að algjöru reykleysi. Leiðin er mislöng og skrefin misstór hjá hverjum og einum. Flestir þeirra sem reykja verða mjög háðir nikótíni. Nikótín er kröftugt, skjótvirkt og ávanabindandi efni sem sett er í flokk með heróíni hvað varðar fíkn. Þegar reykingum er hætt koma fram fráhvarfseinkenni hjá mörgum sem þykir erfitt að yfirstíga. En flest fráhvarfseinkennin ganga yfir á um fjórum vikum. Þau eru langsterkust fyrst og fjara svo smám saman út. Auk þess getur löngun í tóbak varað lengi þó hún dofni með tímanum. Fíknin er flókin líkamlega, félagslega og sálrænt og tengd sterkum vana. Mikilvægt er að átta sig á því að það er miserfitt fyrir einstaklinga að hætta að reykja. Einstaklingur er talinn vera með mikla líkamlega fíkn ef hann reykir á fyrsta hálftímanum eftir að hann vaknar. Þeir sem eru með mikla fíkn eru líklegri til að þurfa meiri stuðning til að hætta að reykja. Vegna þess hversu alvarlegt vandamál tóbaksfíkn er þurfa fjölbreytt meðferðarform og úrræði að vera í boði. Sterkt samband er milli tíma sem varið er í reykleysismeðferð og árangurs. Því meiri samskipti því betri árangur, upp að vissu marki. Meðferð byggð á persónulegum samskiptum er árangursrík. Bestur árangur næst með langtíma stuðningsmeðferð og hjálparlyfjum, auk þess að leita sér félagslegs stuðnings í daglegu lífi. Á Íslandi eru í boði mismunandi úrræði: einstaklingsmeðferð, hópnámskeið, símaráðgjöf og gagnvirk netaðstoð. Hver og einn þarf að finna leið sem hentar. Hér á landi er nú mestur skortur á öflugri reykleysismiðstöð þar sem veitt er fjölbreytt þverfagleg meðferð fyrir þá sem þurfa mikla aðstoð og stuðning. Þar væri einnig boðið upp á meðferð í formi innlagnar fyrir þá sem eru haldnir mikilli nikótínfíkn og eru alvarlega veikir vegna hennar og/eða reykingatengdra sjúkdóma.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun