Setning Alþingis fari fram í kyrrþey Kristján Guðlaugsson skrifar 29. september 2011 06:00 Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. Vafalaust bíða þeirra þreytandi kokteilboð, en kannski þurfa þeir líka að hafa fataskipti og komast í ærlegt bað eftir hina hátíðlegu þingsetningu ef fram fer sem horfir. Lögreglumenn ætla nefnilega ekki að standa heiðursvörð um athöfnina og óeirðadeildir lögreglumanna, sem gæta eiga þessa fjöreggs þjóðarinnar, hafa lýst sig afhuga slíkum starfa í ár. Það er að hluta til vegna þess að þingið hefur ekki sýnt launaþörfum þeirra áhuga, en hefur setið hjá meðan gerðardómur skammtar þeim nöturlegar ölmusur, en að hluta til vegna almennrar óánægju meðal landsmanna með störf og starfsaðferðir þingheims. Ekki reynir Helgi þó að gera lítið úr ótta þingheims við umbjóðendur sína, alþýðu og kjósendur þessa lands, en segir þetta um fyrirhuguð mótmæli við þingsetningu í viðtali við Morgunblaðið 27. september síðastliðinn: „Ég veit að þingforseti hefur af því miklar áhyggjur, enda var það mikið slys hvernig þetta fór í fyrra.“ Hann reynir hins vegar ekki að skýra orsakir þessa „mikla slyss“, enda þótt öllum megi þær vera ljósar. Helgi hefur greinilega verið gerður út af örkinni til þess að lægja öldur almennrar óánægju og þá er fátt betra en að halda umdeildar samkomur í skjóli nætur eða haustmyrkurs. Svo má spyrja hvers vegna setningu Alþingis stafar ógn af umbjóðendum sínum og þeirri spurningu hefði þingheimur sjálfur átt að varpa fram áður en í óefni var komið. Kannski óttast hann svarið eftir að ekki er lengur hægt að dylja hvernig helstu skjólstæðingar þingmanna, vinaklíkan innan bankanna og fjárfestingaraðalsins, hafa fengið afskrifuð öll sín kúlulán, skuldavafninga og önnur augljós lögbrot. Svarið verður þeim kannski enn ógnvænlegra þegar á það er litið að þriðjungur þjóðarinnar stendur uppi slyppur, snauður og gjaldþrota eftir góðærin sem þingheimur hyllti sem mest hér á árum áður. Þingmenn þekkja svarið vel og vita upp á sig skömmina, þess vegna sneiða þeir hjá spurningunni og gera Helga Bernódusson út af örkinni til að segja þjóðinni að þeir ætli að taka þingsetningarhelgina snemma í ár. Sannleikurinn er svo sáraeinfaldur að enginn getur komist hjá því að sjá hann, nema hann hafi einhverja hagsmuni af lyginni. Það er vitað að Alþingi hefur gert sitt ýtrasta til að koma gjaldþrota bönkum, sparisjóðum og fjárfestingarfyrirtækjum aftur í hendur þeirra óreiðumanna sem keyrðu þá á hausinn. Bankar og fjármálastofnanir eru sjálf slagæð kapítalismans og þess vegna hafa allir aðrir hagsmunir verið látnir sitja á hakanum. Endurreisa á kapítalismann og frjálshyggjuþvættinginn líka og svo má það einu gilda hvort vinnandi fólki blæðir eða ekki. Það virðist svo sem hobbý-sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon hafi slíka ofurtrú á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bankahugsjónum hans, að hann sjái ekki að kapítalisminn er ekki bara búinn að rýja alþýðu Íslands inn að skinninu, heldur er hann kominn langt á leið með að keyra auðugustu þjóðríki hins vestræna heims ofan í forarpytt gjaldþrota, kreppu og neyðar. Þegar hann segir fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að allt gangi vel á Íslandi er hann annað hvort siðferðilega blindur eða hallur undir blákaldar lygar. Ég get bara minnt þau skötuhjúin á orð Bertolt Brecht, sem á sínum tíma ku hafa ráðlagt yfirvöldum Austur-Þýskalands að skipta einfaldlega um þjóð ef svo skyldi fara að þjóðin þráaðist við að hlýðnast ógnarstjórn þeirra. Það er aumlega komið fyrir þingi og þingmönnum okkar Íslendinga, þeir hafa málað sig út í horn með fáránlegum hætti. Nú virðist bara tvennt vera til í stöðunni fyrir hið háa Alþingi, annað hvort að kveðja nánustu vini sína meðal útrásarvíkinga, kúlulánþega og bankastjóra til heiðursvörslu og óeirðavarna við Dómkirkjuna, eða láta setningu Alþingis fara fram í kyrrþey. Kransar, blóm og mótmæli verði þá að sjálfsögðu afþökkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Nú er svo komið að eitt elsta starfandi þing mannkynssögunnar þorir ekki að ganga þá 50 metra sem eru frá dyrum Dómkirkjunnar í Reykjavík að Alþingishúsi Íslendinga. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, hefur verið ákveðið að færa þingsetningu frá hefðbundnum tíma, eða klukkan 13.30, til klukkan tíu á laugardagsmorgni. Þetta er gert, að sögn skrifstofustjórans, í þeim tilgangi „að gefa þingmönnum og starfsmönnum færi á að komast fyrr inn í helgina“. Vafalaust bíða þeirra þreytandi kokteilboð, en kannski þurfa þeir líka að hafa fataskipti og komast í ærlegt bað eftir hina hátíðlegu þingsetningu ef fram fer sem horfir. Lögreglumenn ætla nefnilega ekki að standa heiðursvörð um athöfnina og óeirðadeildir lögreglumanna, sem gæta eiga þessa fjöreggs þjóðarinnar, hafa lýst sig afhuga slíkum starfa í ár. Það er að hluta til vegna þess að þingið hefur ekki sýnt launaþörfum þeirra áhuga, en hefur setið hjá meðan gerðardómur skammtar þeim nöturlegar ölmusur, en að hluta til vegna almennrar óánægju meðal landsmanna með störf og starfsaðferðir þingheims. Ekki reynir Helgi þó að gera lítið úr ótta þingheims við umbjóðendur sína, alþýðu og kjósendur þessa lands, en segir þetta um fyrirhuguð mótmæli við þingsetningu í viðtali við Morgunblaðið 27. september síðastliðinn: „Ég veit að þingforseti hefur af því miklar áhyggjur, enda var það mikið slys hvernig þetta fór í fyrra.“ Hann reynir hins vegar ekki að skýra orsakir þessa „mikla slyss“, enda þótt öllum megi þær vera ljósar. Helgi hefur greinilega verið gerður út af örkinni til þess að lægja öldur almennrar óánægju og þá er fátt betra en að halda umdeildar samkomur í skjóli nætur eða haustmyrkurs. Svo má spyrja hvers vegna setningu Alþingis stafar ógn af umbjóðendum sínum og þeirri spurningu hefði þingheimur sjálfur átt að varpa fram áður en í óefni var komið. Kannski óttast hann svarið eftir að ekki er lengur hægt að dylja hvernig helstu skjólstæðingar þingmanna, vinaklíkan innan bankanna og fjárfestingaraðalsins, hafa fengið afskrifuð öll sín kúlulán, skuldavafninga og önnur augljós lögbrot. Svarið verður þeim kannski enn ógnvænlegra þegar á það er litið að þriðjungur þjóðarinnar stendur uppi slyppur, snauður og gjaldþrota eftir góðærin sem þingheimur hyllti sem mest hér á árum áður. Þingmenn þekkja svarið vel og vita upp á sig skömmina, þess vegna sneiða þeir hjá spurningunni og gera Helga Bernódusson út af örkinni til að segja þjóðinni að þeir ætli að taka þingsetningarhelgina snemma í ár. Sannleikurinn er svo sáraeinfaldur að enginn getur komist hjá því að sjá hann, nema hann hafi einhverja hagsmuni af lyginni. Það er vitað að Alþingi hefur gert sitt ýtrasta til að koma gjaldþrota bönkum, sparisjóðum og fjárfestingarfyrirtækjum aftur í hendur þeirra óreiðumanna sem keyrðu þá á hausinn. Bankar og fjármálastofnanir eru sjálf slagæð kapítalismans og þess vegna hafa allir aðrir hagsmunir verið látnir sitja á hakanum. Endurreisa á kapítalismann og frjálshyggjuþvættinginn líka og svo má það einu gilda hvort vinnandi fólki blæðir eða ekki. Það virðist svo sem hobbý-sósíalistinn Steingrímur J. Sigfússon hafi slíka ofurtrú á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bankahugsjónum hans, að hann sjái ekki að kapítalisminn er ekki bara búinn að rýja alþýðu Íslands inn að skinninu, heldur er hann kominn langt á leið með að keyra auðugustu þjóðríki hins vestræna heims ofan í forarpytt gjaldþrota, kreppu og neyðar. Þegar hann segir fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að allt gangi vel á Íslandi er hann annað hvort siðferðilega blindur eða hallur undir blákaldar lygar. Ég get bara minnt þau skötuhjúin á orð Bertolt Brecht, sem á sínum tíma ku hafa ráðlagt yfirvöldum Austur-Þýskalands að skipta einfaldlega um þjóð ef svo skyldi fara að þjóðin þráaðist við að hlýðnast ógnarstjórn þeirra. Það er aumlega komið fyrir þingi og þingmönnum okkar Íslendinga, þeir hafa málað sig út í horn með fáránlegum hætti. Nú virðist bara tvennt vera til í stöðunni fyrir hið háa Alþingi, annað hvort að kveðja nánustu vini sína meðal útrásarvíkinga, kúlulánþega og bankastjóra til heiðursvörslu og óeirðavarna við Dómkirkjuna, eða láta setningu Alþingis fara fram í kyrrþey. Kransar, blóm og mótmæli verði þá að sjálfsögðu afþökkuð.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun