Að meta víðerni Árni Páll Árnason skrifar 16. september 2011 06:00 Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. Einn angi þessa máls hefur lítið verið ræddur. Hann er sá að með kauptilboðinu hefur myndast vísir að verði á þeim víðernum sem Ísland hefur að geyma. Hingað til hefur verð á bújörðum að mestu endurspeglað afrakstursgetu jarðanna í þágu landbúnaðar. Verð jarða á svæðum í námunda við höfuðborgina hefur þó spennst upp á undanförnum árum vegna áhuga betur stæðra einstaklinga – innlendra og erlendra – á að eiga jarðnæði sér til hugarhægðar og skemmtunar. Verð á ósnortnum víðernum hefur hins vegar í engu breyst og er lítið sem ekkert. Fyrir vikið hefur verðmæti náttúrunnar – heiða, hrauns og sanda – verið skipulega vanmetið. Vegagerðin hefur litlar áhyggjur þurft að hafa af því að spilla ósnortnu landi undir vegstæði, því verðmæti þess hefur verið lítið þegar komið hefur til eignarnáms. Í mati á umhverfisáhrifum stórframkvæmda hefur verðmæti víðerna, útsýnis og landslagsheilda verið vanmetið, á meðan efnahagslegur ávinningur af framkvæmd í þágu orkusölu hefur verið augljós og óumdeildur. Fyrir vikið hallar alltaf á náttúruna í mati á því hvort stórframkvæmdir sem kalla á miklar fórnir ósnortinna víðerna séu réttlætanlegar. Vilji Huangs Nobu til að kaupa gagnslítil víðerni háu verði er því sérstakt ánægjuefni fyrir þau okkar sem höfum viljað að menn tækju tillit til mikilvægis auðnanna og víðernanna við mat á arðsemi stórframkvæmda og mun, ef af samningum verður, draga úr ágengni framkvæmdaaðila gagnvart víðernum í framtíðinni. Og kannski er það eftir öðru að það þyrfti útlending til að hjálpa Íslendingum að meta til sannvirðis víðerni í náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. Einn angi þessa máls hefur lítið verið ræddur. Hann er sá að með kauptilboðinu hefur myndast vísir að verði á þeim víðernum sem Ísland hefur að geyma. Hingað til hefur verð á bújörðum að mestu endurspeglað afrakstursgetu jarðanna í þágu landbúnaðar. Verð jarða á svæðum í námunda við höfuðborgina hefur þó spennst upp á undanförnum árum vegna áhuga betur stæðra einstaklinga – innlendra og erlendra – á að eiga jarðnæði sér til hugarhægðar og skemmtunar. Verð á ósnortnum víðernum hefur hins vegar í engu breyst og er lítið sem ekkert. Fyrir vikið hefur verðmæti náttúrunnar – heiða, hrauns og sanda – verið skipulega vanmetið. Vegagerðin hefur litlar áhyggjur þurft að hafa af því að spilla ósnortnu landi undir vegstæði, því verðmæti þess hefur verið lítið þegar komið hefur til eignarnáms. Í mati á umhverfisáhrifum stórframkvæmda hefur verðmæti víðerna, útsýnis og landslagsheilda verið vanmetið, á meðan efnahagslegur ávinningur af framkvæmd í þágu orkusölu hefur verið augljós og óumdeildur. Fyrir vikið hallar alltaf á náttúruna í mati á því hvort stórframkvæmdir sem kalla á miklar fórnir ósnortinna víðerna séu réttlætanlegar. Vilji Huangs Nobu til að kaupa gagnslítil víðerni háu verði er því sérstakt ánægjuefni fyrir þau okkar sem höfum viljað að menn tækju tillit til mikilvægis auðnanna og víðernanna við mat á arðsemi stórframkvæmda og mun, ef af samningum verður, draga úr ágengni framkvæmdaaðila gagnvart víðernum í framtíðinni. Og kannski er það eftir öðru að það þyrfti útlending til að hjálpa Íslendingum að meta til sannvirðis víðerni í náttúru Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun