Lá við slagsmálum á fyrsta foreldrafundi skólaársins Bryndís Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar