Lá við slagsmálum á fyrsta foreldrafundi skólaársins Bryndís Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun