Ný aðalnámskrá grunnskóla Ketill B. Magnússon og Guðrún Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar