Ný aðalnámskrá grunnskóla Ketill B. Magnússon og Guðrún Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar