Gætu konur á Íslandi lagt mér lið? Auður Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2011 09:00 Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun