Að skipta atkvæði Haukur Arnþórsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 tillögur um ákvæði í stjórnarskrá um kosningar. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir löggjafann við setningu nýrrar almennrar kosningalöggjafar og vera rammi fyrir breytingar á henni. RéttarbæturFlestar eru þessar tillögur til bóta frá því sem nú er. Þær eru flestar mjög opnar og væri ef til vill ekki verra að draga skýrari línur. Þegar upp er staðið þurfum við ákveðna festu í kosningakerfinu. Meðal tillagna er að vægi atkvæða allra kjósenda verður jafnt og heimild verður til þess að setja í lög ákvæði um hlutfall kynjanna. Hefði ef til vill mátt ganga enn lengra í jafnréttisátt, annað hvort er að takast á við kynjamálin eða ekki. Þá eru tillögurnar um heimild til kjördæmaskiptingar á margan hátt eðlilegri en núgildandi reglur því þær miða einfaldlega við fjölda íbúa og þær virðast munu tryggja það að minnstu kjördæmin fái fulltrúa í takt við íbúafjölda. En varla er ástæða til að hafa val um kjördæmaskipan eins og tillögurnar gera ráð fyrir. Um hana þarf alveg ákveðin ákvæði, í jafndreifbýlu ríki og Ísland er verður kosningaréttur þeirra sem búa afskekkt ekki tryggður öðruvísi. Listakosning og persónukjörTillögurnar opna jafnt á persónukjör og listakosningu sem er þannig framkvæmd að kjósendur geti haft áhrif á kjör einstakra frambjóðanda. Það er ekki óeðlilegt, en ástæða er til að orða þessa tvo möguleika á kosningakerfi mun skýrar en gert er, þannig að ljóst sé að samfélagið geti notað þá þar sem þeir eiga við. Ekki á að þurfa að pukrast með listakosningar. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um persónukjör eftir kosninguna til stjórnlagaþings er sennilegt að listakosningar verði áfram aðalkosningaaðferð Íslendinga. Ef svo fer þarf að kveða nánar á um rétt kjósenda til að velja og hafna einstökum frambjóðendum í listakjöri. Margar ástæður mæla með því að prófkjör verði lögð niður, en að stjórnmálaflokkarnir stilli upp listum og gefi kjósendum hans ákveðna möguleika á því að hafa áhrif á röð fulltrúa, bæði til þess að hækka og lækka fulltrúa á lista. Skipting atkvæðaÍ tillögum Stjórnlagaráðs er ákvæði um að kjósandi geti valið frambjóðendur af fleiri en einum lista og frá hvaða kjördæmi sem er. Þessi regla heimilar kjósanda að kjósa Sjálfstæðismann fyrir hluta af atkvæði sínu, vinstri grænan fyrir annan hluta og Framsóknarmann fyrir enn einn hluta – og snýst því um að skipta atkvæði. Þetta er mjög sérkennileg tillaga og lítið rökstudd. Erfitt er að átta sig á lýðræðislegum tilgangi hennar. Hún gæti þó hugsanlega átt að mæta kröfum ákveðinna pólitískra afla um persónukjör á landsvísu, þegar Stjórnlagaráð er í raun að heimila listakjör og kjördæmaskipulag áfram. Tillagan mun væntanlega draga úr kosningasveiflum frá því sem nú er og hefði því neikvæð áhrif á stjórnmálin. Kosningaskipulagið okkar magnar ekki breytingar á fylgi eins og víða er gert, til dæmis þar sem einmenningskjördæmi eru. Þar verða sveiflur svo miklar að tveggja flokka kerfi myndast og breytingar á afstöðu kjósenda leiða auðveldlega til ríkisstjórnarskipta. Hér þarf miklar breytingar á fylgi til þess að fella ríkisstjórn og tillagan um skiptingu atkvæða gæti leitt til þess að ríkisstjórnarskipti á Íslandi yrðu enn fátíðari en verið hefur. Það er því beinlínis jákvætt fyrir lýðræðið að kjósendur geti ekki skipt atkvæði sínu milli flokka. Þá flækir skipting atkvæða mjög framkvæmd kosninga. Ef allir kjósendur eiga að geta kosið frambjóðendur í öllum kjördæmum, verður að telja atkvæði á einum stað. Þá myndast sú aðstaða að ákveðnir aðilar bera lýðræðislega ábyrgð á framkvæmd kosninga í einstöku kjördæmum, en ekki á talningu atkvæða, eftirliti með talningu atkvæða og birtingu niðurstaðna. Svo er sennilegt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna færist fljótlega frá ábyrgum lýðræðislegum aðilum til hugbúnaðargeirans. Og það er þróun sem víða á sér stað. Hvað vantar?Höfundi þessara orða finnst vanta tillögur þar sem orðaðar eru áhyggjur samtímans af rafrænum kosningum. Ástæða kann að vera til að setja ákvæði í lög um handtalningu atkvæða til að tryggja öryggi kosninga. Það þýðir að þótt rafrænar kosningavélar verði notaðar, verði við kosninguna mynduð pappírsslóð og pappírsatkvæði að lokum talin fyrir opnum tjöldum í (íþrótta)höllum. Jafnframt þarf að banna (Inter)netkosningar uns helstu lýðræðisríkin á Vesturlöndum hafa fundið öryggislausnir fyrir það kosningaform. Þessi ákvæði eru nauðsynleg og tímabær vegna þess þrýstings og hagsmuna sem hugbúnaðariðnaðurinn hefur í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð birti á vef sínum þann 9. júní 2011 tillögur um ákvæði í stjórnarskrá um kosningar. Þeim er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir löggjafann við setningu nýrrar almennrar kosningalöggjafar og vera rammi fyrir breytingar á henni. RéttarbæturFlestar eru þessar tillögur til bóta frá því sem nú er. Þær eru flestar mjög opnar og væri ef til vill ekki verra að draga skýrari línur. Þegar upp er staðið þurfum við ákveðna festu í kosningakerfinu. Meðal tillagna er að vægi atkvæða allra kjósenda verður jafnt og heimild verður til þess að setja í lög ákvæði um hlutfall kynjanna. Hefði ef til vill mátt ganga enn lengra í jafnréttisátt, annað hvort er að takast á við kynjamálin eða ekki. Þá eru tillögurnar um heimild til kjördæmaskiptingar á margan hátt eðlilegri en núgildandi reglur því þær miða einfaldlega við fjölda íbúa og þær virðast munu tryggja það að minnstu kjördæmin fái fulltrúa í takt við íbúafjölda. En varla er ástæða til að hafa val um kjördæmaskipan eins og tillögurnar gera ráð fyrir. Um hana þarf alveg ákveðin ákvæði, í jafndreifbýlu ríki og Ísland er verður kosningaréttur þeirra sem búa afskekkt ekki tryggður öðruvísi. Listakosning og persónukjörTillögurnar opna jafnt á persónukjör og listakosningu sem er þannig framkvæmd að kjósendur geti haft áhrif á kjör einstakra frambjóðanda. Það er ekki óeðlilegt, en ástæða er til að orða þessa tvo möguleika á kosningakerfi mun skýrar en gert er, þannig að ljóst sé að samfélagið geti notað þá þar sem þeir eiga við. Ekki á að þurfa að pukrast með listakosningar. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um persónukjör eftir kosninguna til stjórnlagaþings er sennilegt að listakosningar verði áfram aðalkosningaaðferð Íslendinga. Ef svo fer þarf að kveða nánar á um rétt kjósenda til að velja og hafna einstökum frambjóðendum í listakjöri. Margar ástæður mæla með því að prófkjör verði lögð niður, en að stjórnmálaflokkarnir stilli upp listum og gefi kjósendum hans ákveðna möguleika á því að hafa áhrif á röð fulltrúa, bæði til þess að hækka og lækka fulltrúa á lista. Skipting atkvæðaÍ tillögum Stjórnlagaráðs er ákvæði um að kjósandi geti valið frambjóðendur af fleiri en einum lista og frá hvaða kjördæmi sem er. Þessi regla heimilar kjósanda að kjósa Sjálfstæðismann fyrir hluta af atkvæði sínu, vinstri grænan fyrir annan hluta og Framsóknarmann fyrir enn einn hluta – og snýst því um að skipta atkvæði. Þetta er mjög sérkennileg tillaga og lítið rökstudd. Erfitt er að átta sig á lýðræðislegum tilgangi hennar. Hún gæti þó hugsanlega átt að mæta kröfum ákveðinna pólitískra afla um persónukjör á landsvísu, þegar Stjórnlagaráð er í raun að heimila listakjör og kjördæmaskipulag áfram. Tillagan mun væntanlega draga úr kosningasveiflum frá því sem nú er og hefði því neikvæð áhrif á stjórnmálin. Kosningaskipulagið okkar magnar ekki breytingar á fylgi eins og víða er gert, til dæmis þar sem einmenningskjördæmi eru. Þar verða sveiflur svo miklar að tveggja flokka kerfi myndast og breytingar á afstöðu kjósenda leiða auðveldlega til ríkisstjórnarskipta. Hér þarf miklar breytingar á fylgi til þess að fella ríkisstjórn og tillagan um skiptingu atkvæða gæti leitt til þess að ríkisstjórnarskipti á Íslandi yrðu enn fátíðari en verið hefur. Það er því beinlínis jákvætt fyrir lýðræðið að kjósendur geti ekki skipt atkvæði sínu milli flokka. Þá flækir skipting atkvæða mjög framkvæmd kosninga. Ef allir kjósendur eiga að geta kosið frambjóðendur í öllum kjördæmum, verður að telja atkvæði á einum stað. Þá myndast sú aðstaða að ákveðnir aðilar bera lýðræðislega ábyrgð á framkvæmd kosninga í einstöku kjördæmum, en ekki á talningu atkvæða, eftirliti með talningu atkvæða og birtingu niðurstaðna. Svo er sennilegt að ábyrgðin á framkvæmd kosninganna færist fljótlega frá ábyrgum lýðræðislegum aðilum til hugbúnaðargeirans. Og það er þróun sem víða á sér stað. Hvað vantar?Höfundi þessara orða finnst vanta tillögur þar sem orðaðar eru áhyggjur samtímans af rafrænum kosningum. Ástæða kann að vera til að setja ákvæði í lög um handtalningu atkvæða til að tryggja öryggi kosninga. Það þýðir að þótt rafrænar kosningavélar verði notaðar, verði við kosninguna mynduð pappírsslóð og pappírsatkvæði að lokum talin fyrir opnum tjöldum í (íþrótta)höllum. Jafnframt þarf að banna (Inter)netkosningar uns helstu lýðræðisríkin á Vesturlöndum hafa fundið öryggislausnir fyrir það kosningaform. Þessi ákvæði eru nauðsynleg og tímabær vegna þess þrýstings og hagsmuna sem hugbúnaðariðnaðurinn hefur í málinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar