Hugleiðing um tjáningarfrelsi Áslaug Thorlacius skrifar 17. maí 2011 09:45 Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun