Hugleiðing um tjáningarfrelsi Áslaug Thorlacius skrifar 17. maí 2011 09:45 Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun