Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl 26. apríl 2011 03:15 Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, og Yukiya Amano, yfirmaður kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan kjarnaofninn sem sprakk fyrir aldarfjórðungi. nordicphotos/AFP Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is
Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira